„Þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 18:30 Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir jafn mikilvægt fyrir fatlað fólk og ófatlað að halda rútínu, mæta til vinnu og hafa tilgang í lífinu. Vísir/Arnar Forstöðumaður Áss, vinnustofu fatlaðs fólks, segist hafa fullan skilning á þeirri gagnrýni sem launagreiðslur félagsins hafa hlotið. Mikilvægt sé að skoða málið í stærra samhengi og stóra spurningin sé hver eigi að borga launin. Fatlaður maður fékk greiddar 120 krónur á tímann. Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Í gær birtist viðtal á Vísi þar sem rætt var við Atla Má Haraldsson, fatlaðan mann sem starfaði hjá Vinnustofunni Ás í tæpan áratug en hætti þar í byrjun árs. Ás rekur meðal annars saumastofu, smíðaverkstæði, pökkunarstöð og gróðurhús en þar starfa um 240 manns. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða 4.197 krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Halldóra Þ. Jónsdóttir forstöðumaður Áss segir málið flókið. „Þetta var frétt sem við höfum verið að bíða eftir því launamál fatlaðra eru alltaf í brennidepli. Þetta er málefni sem þarf náttúrulega að taka miklu dýpra heldur en verið er að gera núna,“ segir Halldóra. „Við erum með þjónustusamninga við sveitarfélögin, við erum sjálfseignarstofnun og við erum náttúrulega bara háð þeim þjónustusamningum. Þessir þjónustusamningar eru ekkert að bjóða upp á að það sé hægt að greiða laun til einstaklinga sem eru með fötlun.“ Þær tekjur sem koma inn fyrir handverk og þau verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki eru notaðar til að greiða starfsfólki laun. „Ég er hérna með 160 manns sem ég þarf að deila nokkrum milljónum með yfir árið. Þannig að þetta er ekki sanngjarnt, auðvitað ekki. Draumurinn er að allir væru á launum samkvæmt kjarasamningi en þá er þetta spurning um hver ætlar að borga það.“ Hluti starfsmanna á kjarasamningsbundnum launum Hluti starfsmanna er á kjarasamningsbundnum launum og greiða í stéttarfélag. Það er til dæmis hópur sem starfar á saumastofunni sem framleiðir vörur sem seldar eru fyrirtækjum og býr til nægar tekjur svo hægt sé að borga slík laun. Fjölbreytt starfsemi fer fram í Ás vinnustofu.Vísir/Arnar Ingibjörg segist skilja gagnrýnina sem málið hefur hlotið en óskar þess þó að fólk myndi kynna sér málið betur. „Þetta er bara miklu stærra samhengi. Þó þau kannski vilji hætta þá er bara mikið batterí í kring. Þau kannski búa einhvers staðar sem kallar á einhverja mönnun. Þetta að koma í vinnu og hafa eitthvað fyrir stafni er bara svo mikilvægt fyrir okkur. Að vakna á morgnanna, að hafa rútínu.“ Hvort sem það er einstaklingur eins og ég, forstöðumaður hér eða einstaklingur með skerta starfsgetu. „Það er jafn mikilvægt fyrir okkur bæði að vakna og hafa til einhvers að hverfa og hitta fólk, vini sína og samstarfsfélaga.Fyrir mér er þetta það mikilvægasta í lífinu, að hafa vinnu og hafa eitthvert að fara.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Fleiri fréttir Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent