Vita enn ekki hvað orsakaði leka í Sporthúsinu Lovísa Arnardóttir skrifar 4. ágúst 2023 19:00 Þröstur segist feginn að starfsfólk hafi verið mætt til vinnu þegar fór að leka. Vísir/Einar Mikill leki varð í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Ákveðið var að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið þegar ekkert gekk að finna orsökina. Enn er verið að þurrka í stöðinni en viðgerð á lögninni fer fram eftir verslunarmannahelgina. Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag. Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Enn er ekki vitað hvað orsakaði leka í Sporthúsinu í Kópavogi í dag. Loka þurfti fyrir vatn í stórum hluta Kópavogs vegna lekans en eftir að löngum tíma hafði verið varið í að leita að uppruna hans var að lokum ákveðið að taka lögn í sundur fyrir ofan húsið og leiða vatnið aftur inn með öðrum hætti. Viðgerð á lögninni fer fram eftir helgi en uppruni lekans verður líklega ekki ljós fyrr en henni lýkur. Fjölmennt lið slökkviliðs og starfsmanna bæjarins var við vettvang þegar fréttastofa leit við í dag en annar eigenda Sporthússins var uppi í bústað þegar hann fékk símtal í morgun um lekann. „Dagurinn er búinn að vera nokkuð fjörugur. Hann byrjaði á því að ég fékk símtal um þetta. Góð byrjun á verslunarmannahelginni. En þetta er eins og það er. Spyr ekki að stund eða stað. Það var bara allt á floti,“ segir Þröstur og að honum hafi verið sagt að drífa sig í bæinn. Hann segir að þau hafi verið í bölvuðum vandræðum því það hafi tekið svo langan tíma að finna orsökina en slökkviliðið fór ekki af vettvangi fyrr en á fjórða tímanum í dag. Vatn dreifðist nokkuð víða en hann segist feginn að lekinn hafi byrjað þegar fólk var á staðnum. Vatnið lak yfir um 700 fermetra svæði og hann telur það ekki hafa verið mjög djúpt. Slökkvilið var kallað út vegna lekans klukkan hálf tólf í dag.Vísir/Einar Hann telur að verulegt tjón hafi orðið á stöðinni. „Það er ómögulegt að segja um tjón en auðvitað er það gríðarlegt tjón þegar allt fer á flot og undir alla veggi en vonandi ekki stórtjón. Þetta ætti ekki að trufla starfsemina mikið,“ segir Þröstur en á meðan viðgerðinni stóð var ekki hægt að fara í sturtu á stöðinni eða nota salernið. Hann segir að tryggingafélagið hans sé byrjað að vinna í málinu en á von á því að það verði lið við þurrk í stöðinni alla helgina og að viðgerð getu svo hafist að því loknu. Gera má ráð fyrir því að viðgerð á lögninni sjálfri fyrir utan hefjist á þriðjudag.
Kópavogur Slökkvilið Tengdar fréttir Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Skrúfa fyrir vatnið í hverfinu vegna leka Skrúfa þurfti fyrir vatn í nágrenni við Sporthúsið í Kópavogi í dag vegna leka. Slökkvilið var kallað út klukkan hálf tólf vegna lekans og er enn að störfum. 4. ágúst 2023 14:19