„Þetta er bara hörmulegt“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. ágúst 2023 13:02 Formaður ÖBÍ bindur miklar vonir við breytingar verði í íslensku samfélagi þegar samningur Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að réttindi fatlaðs fólks séu þau sömu og ófatlaðra verður lögfestur. Vísir/Vilhelm Umræða um launagreiðslur fatlaðs fólks kemur formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. Fjöldamörg dæmi séu um að fatlað fólk fái ekki greitt fyrir störf sín. Hún segir skyldu hvíla á stjórnvöldum að bregðast við. Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“ Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira
Talsverð umræða hefur skapast um launagreiðslur vinnustofunnar Ás til fatlaðra starfsmanna sinna, síðan Atli Már Haraldsson, sem starfaði hjá félaginu í tæpan áratug steig fram og birti launaseðil sinn. Fyrir störf sín fékk Atli greiddar tæpar 120 krónur á tímann, eða rétt rúmar fjögur þúsund krónur fyrir 35 klukkustunda vinnu. Eftir skatt var útborguð upphæð 2.762 krónur. Umræðan kemur Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formanni Öryrkjabandalagsins ekki á óvart. „Maður er búin að heyra og sjá mjög margt í þessu starfi,“ segir Þuríður. „Þetta er engin nýlunda og er eitt af því sem þarf að breyta. Þetta er bara hörmulegt.“ Fjöldamörg dæmi um ógreidd störf fatlaðs fólks Að sögn Þuríðar hefur Öryrkjabandalagið lengi barist fyrir því að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk, hvort sem það sé í lífi eða starfi. „Auðvitað á allt fólki að fá greitt fyrir vinnu sína á vinnustað og greiðsla á að vera í samræmi við kjarasamninga. Stjórnvöld verðs að fara yfir þessi mál með launþegahreyfingunni, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks.“ Við vitum um fleiri staði þar sem verið er að selja vörur og kaffi og ýmislegt þar sem fatlað fólk er að vinna en er ekkert á launum fyrir vinnu sína. Þuríður segir skyldu hvíla á íslenskum stjórnvöldum að bregðast við, nú þegar stendur til að lögfesta samning Sameinuðu þjóðanna varðandi réttindi fatlaðs fólks. „Samningurinn kveður á um að fatlað fólk njóti jafnræðis á við ófatlað fólk. Það gildir um vinnumarkað eins og annað í daglegu lífi fólks.“
Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Sjá meira