Mikið fjör á hundrað ára afmæli Vatnaskógar Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 5. ágúst 2023 20:17 Á morgun verður sérstök afmælisdagskrá á Sæludögum í tilefni afmælisins. Stöð 2 Sumarbúðir KFUM&K í Vatnaskógi eru hundrað ára um þessar mundir og þeim miklu tímamótum er fagnað á hátíðinni Sæludögum, sem haldin er við sumarbúðirnar ár hvert um Verslunarmannahelgina. Ögmundur Ísak Ögmundsson, verkefnastjóri Sæludaga, fór yfir hátíðarhöld helgarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að slá saman hundrað ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi og Sæludögum. Hér um helgina verður mikil dagskrá og er búið að vera síðan á fimmtudaginn,“ segir Ögmundur. Á dagskrá Sæludaga má finna fjölbreytta viðburði en Ögmundur segir Leitina að gáfuðustu fjölskyldunni vera sinn uppáhaldslið í dagskránni. „Hann verður alltaf vinsælli og vinsælli og fjölskyldur keppast um að hreppa titilinn. Það er alltaf mjög mikil stemning, og hún klárast núna í dag þannig að úrslit liggja fyrir í kvöld þannig að það verður mjög gaman að fylgjast með því áfram.” Fjöldi gjafmildra velunnara Á morgun fer síðan afmælishátíðin sjálf fram. „Það verður sérstök afmælisdagskrá á morgun sem byrjar um þrjúleytið þegar Gunni og Felix koma á staðinn. Og um kvöldið ætlum við að vera með kvöldvöku þar sem KK og fleiri koma fram og svo ætlum við að bjóða gestum Sæludaga upp á afmælisköku í tilefni afmælisins,“ segir Ögmundur. Þá segir hann mikið fjör nú þegar hafa verið, Páll Óskar hafi troðið upp í gærkvöldi og í kvöld muni Jón Jónsson halda uppi fjörinu. Ögmundur segir það heppilegt hversu margir velunnarar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg til stuðnings starfinu. „Í ár erum við sem sagt að styrkja og safna fyrir nýjum matskála sem er verið að byrja að byggja hér á svæðinu. Og þetta gætum við auðvitað ekki gert án hjálpar fullt af sjálfboðaliðum sem koma á hátíðina og hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.“ Tímamót Hvalfjarðarsveit Trúmál Félagasamtök Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Ögmundur Ísak Ögmundsson, verkefnastjóri Sæludaga, fór yfir hátíðarhöld helgarinnar í Kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við erum að slá saman hundrað ára afmæli sumarbúðanna í Vatnaskógi og Sæludögum. Hér um helgina verður mikil dagskrá og er búið að vera síðan á fimmtudaginn,“ segir Ögmundur. Á dagskrá Sæludaga má finna fjölbreytta viðburði en Ögmundur segir Leitina að gáfuðustu fjölskyldunni vera sinn uppáhaldslið í dagskránni. „Hann verður alltaf vinsælli og vinsælli og fjölskyldur keppast um að hreppa titilinn. Það er alltaf mjög mikil stemning, og hún klárast núna í dag þannig að úrslit liggja fyrir í kvöld þannig að það verður mjög gaman að fylgjast með því áfram.” Fjöldi gjafmildra velunnara Á morgun fer síðan afmælishátíðin sjálf fram. „Það verður sérstök afmælisdagskrá á morgun sem byrjar um þrjúleytið þegar Gunni og Felix koma á staðinn. Og um kvöldið ætlum við að vera með kvöldvöku þar sem KK og fleiri koma fram og svo ætlum við að bjóða gestum Sæludaga upp á afmælisköku í tilefni afmælisins,“ segir Ögmundur. Þá segir hann mikið fjör nú þegar hafa verið, Páll Óskar hafi troðið upp í gærkvöldi og í kvöld muni Jón Jónsson halda uppi fjörinu. Ögmundur segir það heppilegt hversu margir velunnarar eru tilbúnir að leggja hönd á plóg til stuðnings starfinu. „Í ár erum við sem sagt að styrkja og safna fyrir nýjum matskála sem er verið að byrja að byggja hér á svæðinu. Og þetta gætum við auðvitað ekki gert án hjálpar fullt af sjálfboðaliðum sem koma á hátíðina og hjálpa okkur að láta þetta verða að veruleika.“
Tímamót Hvalfjarðarsveit Trúmál Félagasamtök Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira