Náðu aftur ekki að rannsaka áhrif hrauns á innviði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 17:01 Ármann segir að næst verði að stökkva fyrr til svo hægt sé að klára þetta stig rannsóknarinnar. Vísir/Arnar Hraun rann ekki yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrúti, þar sem rannsaka átti hvaða áhrif hraunið hefði á innviði, áður en hlé varð á eldgosinu. Rannsóknarprófessor segi greinilegt að bregðast þurfi fyrr við þegar næsta eldgos hefst til þess að hægt sé að ljúka þessu stigi rannsóknarinnar. Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fyrir viku síðan var greint frá því í kvöldfréttum á Stöð 2 að vísindamenn við Háskóla Íslands biðu þess í ofvæni að hraun rynni yfir tilraunasvæði nærri Litla-Hrút en þar átti að kanna hvaða áhrif hraunið hefur á mikilvæga innviði sem liggja bæði ofan í jörðu og eru ofan hennar. Á laugardag lýsti Veðurstofa Íslands því yfir að hlé væri komið á eldgosið en enginn órói hefur mælst þar síðan um þrjú síðdegis þann dag. Óvíst er hvort gosinu sé lokið eða hvort aðeins sé komið á það hlé. „Þetta náttúrulega gengur ekki. Tilraunin var sett upp en við fengum ekki hraun yfir. Þá bíðum við bara eftir næsta gosi,“ segir Ármann Höskuldsson, rannsóknarprófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknirnar miðast aðallega að því að mæla hita og hvernig og hvenær hann hefur áhrif á lagnir og kapla sem bæði liggja ofan í jörðu og eru ofan hennar. Sömu tilraunir átti að gera árið 2021 en leyfi fékkst of seint. „Við verðum bara að vera sneggri til næst,“ segir Ármann. „Ákvörðun var tekin í seinna fallinu. Það verður bara að taka þessa ákvörðun fyrr næst þannig að við getum komið græjunum fyrir þar sem hraunið rennur örugglega yfir þær.“ Þó að þessi tilraun hafi ekki tekist að þessu sinni sé nóg af gögnum að vinna úr að næsta gosi. „Um breytileika á eðliseiginleikum hraunsins frá upphafi við gígasvæði og fram að jöðrum. Það nýtum við líka í þessi hraunrennslimódel. Þetta hefst eitt skref í einu og vonandi verðum við komin með nokkuð góð módel þegar þetta fer að færast nær okkur,“ segir Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01 Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38 Lýsa yfir goshléi Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, allavega í bili. 5. ágúst 2023 16:25 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Viðbragðsaðilar taka goshléi fagnandi Erfiðlega gengur að manna vaktir bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana á eldgosasvæðinu á Reykjanesskaga. Að sögn yfirlögregluþjóns hefur goshlé ekki mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu sem þó hafi komið á besta tíma. 6. ágúst 2023 11:01
Engar vísbendingar um að önnur sprunga sé að opnast Eldgosinu við Litla-Hrút er lokið, að minnsta kosti í bili. Jarðeðlisfræðingur telur ólíklegt að frekari jarðhræringar muni verða á Reykjanesskaga á næstunni. 6. ágúst 2023 10:38