Perlar og selur armbönd til að safna fyrir draumaferðinni í Disney World Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. ágúst 2023 20:00 Armbönd Írisar urðu svo vinsæl að hún neyddist til að loka tímabundið fyrir pantanir þar sem hún annaði ekki eftirspurn. Draumurinn er að ferðast Bandaríkjanna og heimsækja Disney World. Vísir/Steingrímur Dúi Kona með einhverfu sem á þann draum heitastan að ferðast til Bandaríkjanna brá á það ráð að perla og selja armbönd til að komast í draumaferðina. Armböndin hafa slegið í gegn og vonast hún til að heimsótt Mínu og Mikka mús í Disney World á næsta ári. Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni. Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
Íris Ösp Símonardóttir er 35 ára gömul kona með einhverfu. Hún býr í þjónustukjarna í Njarðvík ásamt kettinum Garfield. Íris hefur fjölbreytt áhugamál og á til að mynda eitt flottasta bangsasafn landsins. Það hefur verið draumur Írisar í mörg ár að heimsækja Disney World í Flórída. „Útaf ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og mig langar svo að fara,” segir Íris og bætir við að hana langi til að hitta Mínu og Mikka mús og kaupa hluti frá Disney. „Og hitta Elsu í Frozen. Svo fer ég kannski í dýragarð og á McDonalds. Mér finnst McDonalds svo gott,“ segir Íris. En ferðalag til Bandaríkjanna kostar sitt og sérstaklega fyrir Írisi sem þarf að borga fyrir tvær fylgdarmanneskjur sem færu með henni. Hún brá á það ráð á dögunum að hefja sölu á armböndum sem hún perlar sjálf til að safna fyrir ferðinni. Íris perlar armbönd í öllum regnbogans litum og tekur einnig við sérpöntunum með nöfnum.Vísir/Sara Armböndin auglýsti hún á Facebook og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Bara allir vildu kaupa armbönd af mér næstum. Líka ókunnugt fólk sem ég þekki ekki.” Og heldurðu að þú náir að komast yfir þetta allt? „Já, ég er svo dugleg. Starfsfólkið þar sem ég bý hjálpar mér líka.” Annaði ekki eftirspurn og þurfti að loka fyrir pantanir tímabundið Armböndin urðu svo vinsæl að Íris þurfti að loka tímabundið fyrir pantanir. Áhugasamir geta þó sent henni skilaboð á Facebook og pantað armband þrátt fyrir að það gæti verið svolítil bið. Öll kvöld fara nú í armbandsgerð og Íris vonast til að geta safnað hratt og vel fyrir draumaferðinni.
Ferðalög Bandaríkin Föndur Einhverfa Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira