Brasilíumaðurinn Neymar hefur nú óskað eftir því við forráðamenn félagsins að hann fái að yfirgefa það í sumar.
Þessi 31 árs gamli sóknarmaður er sagður vilja snúa aftur til Barcelona en það gæti reynst erfitt vegna fjárhagsvandræða spænska stórveldisins.
Neymar á þrjú ár eftir af ansi stórum samningi sínum við PSG en félagið er tilbúið að losna við kappann sem er ekki sá vinsælasti í frönsku höfuðborginni og er nýr stjóri liðsins, Luis Enrique, sagður vilja byggja upp lið sitt í kringum yngri leikmenn.
Miklar breytingar hafa verið gerðar á leikmannahópi PSG í sumar og í dag festi liðið kaup á portúgalska framherjanum Goncalo Ramos sem kemur til liðsins frá Benfica.
Fékk hann úthlutað treyju númer níu og er væntanlega ætlað að leiða sóknarleik liðsins sem allt útlit er fyrir að verði án þríeykisins Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar.
Bienvenue à Paris @Goncalo88Ramos #WelcomeGonçaloRamos pic.twitter.com/1ZcCErCF4I
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) August 7, 2023