Sakar Wagner-hópinn um að notfæra sér ástandið í Níger Kjartan Kjartansson skrifar 8. ágúst 2023 12:09 Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýst ekki á blikuna í Níger þar sem Rússar virðast ætla að nýta sér upplausinina til þess að seilast til áhrifa. AP/Bebeto Matthews Utanríkisráðherra Bandaríkjanna telur að rússneski málaliðahópurinn Wagner notfæri sér nú óstöðugleikann í Níger í kjölfar valdaráns herforingja þar í síðasta mánuði. Vangaveltur eru uppi um að valdaræningjarnir hafi falast eftir aðstoð málaliðahersins. Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu. Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Wagner-hópurinn er umsvifamikill í fjölda Afríkulanda, þar á meðal Malí, nágrannaríki Nígers. Málaliðarnir eru sakaðir um aragrúa mannréttindabrota í álfunni. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir breska ríkisútvarpinu BBC að hann telji að hvorki Wagner né stjórnvöld í Kreml hafi átt þátt í valdaráni herforingjastjórnarinnar í Níger fyrir tveimur vikum en að þeir hafi reynt að hagnýta sér það. „Alls staðar sem þessi Wagner-hópur kemur hafa dauði, eyðilegging og arðrán fylgt í kjölfarið. Óöryggi hefur aukist en ekki minnkað,“ sagði Blinken. Victoria Nuland, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði leiðtoga valdaránsins við því að leita á náðir Wagner þegar hún ræddi við þá í gær. Hún lýsti viðræðunum sem erfiðum og beinskeyttum. Þeir átti sig á hættunni sem fylgi því að vinna með Wagner-liðum. BBC segir ekki ljóst hvort að Wagner-liðar séu komnir til Nígers. Jevgeníj Prigozhin, leiðtogi hópsins, hvatti herforingjastjórnina til að hafa samband í skilaboðum á samfélagsmiðlinum Telegram í dag. „Við erum alltaf með þeim góðu í liði, með réttlætinu og með þeim sem berjast fyrir fullveldi sínu og réttindum þjóðar sinnar,“ sagði Prigozhin. Stuðningsmenn valdaránsins í Níger vesenast með rússneskan fána í Niamey í síðustu viku.AP/Sam Mednick Veifa rússneskum fána Til stendur að ræða ástandið í Níger á ráðstefnu Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja (ECOWAS) á fimmtudag. Bandalagið hafði skorað á herforingjastjórnina að gera Mohamed Bazoum aftur að forseta. Hann hefur verið í haldi valdaræningjanna frá því í síðasta mánuði. Ríkin hafa ekki útilokað hernaðaríhlutin í Níger. Blinken sagði í dag að samningaviðræður væru ákjósanlegri en hernaðarátök. Hann hefur ekki tjáð sig um hvað verður um fleiri en þúsund bandaríska hermenn sem eru í Níger. Níger er fyrrverandi frönsk nýlenda. Valdaráninu hefur fylgt vaxandi andúð á Frakklandi og aðdáun á Rússlandi. Reuters-fréttastofan segir að sumir stuðningsmenn valdaránsins veifi rússneska fánanum. Svipað gerðist eftir valdarán í nágrannaríkinu Malí árið 2021. Valdarræningjarnir þar vörpuðu frönskum hermönnum og alþjóðlegu friðargæsluliði á dyr og buðu Wagner-liðum í staðinn. Malíski herinn og Wanger-liðar eru sakaðir um að hafa tekið hundruð óbreytta borgara af lífi í hernaðaraðgerðum gegn aðskilnaðarsinnum í landinu.
Níger Rússland Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00 „Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Loka lofthelginni í Níger og undirbúa sig undir árás Herforingjastjórnin sem rændi völdum í Níger hefur lokað lofthelgi landsins og sakar erlendar þjóðir um að undirbúa árás á landið. Þá segir stjórnin að öllum tilraunum til flugs yfir Níger verði mætt með „öflugu og tafarlausu svari“. 7. ágúst 2023 09:00
„Skelfilegar afleiðingar“ ef valdaræningjum tekst ætlunarverk sitt Mohamed Bazoum forseti Níger kallar eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins eftir að honum var steypt af valdastóli í landinu af herforingjastjórn. Í yfirlýsingu hans, sem Washington Post birti í dag, segist hann vera gísl valdaræningjanna og biður vestræn ríki um aðstoð við að koma lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum til valda á ný. 4. ágúst 2023 06:58