Ölfusið ljómað regnbogalitunum Elliði Vignisson skrifar 8. ágúst 2023 14:01 Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Ölfus Elliði Vignisson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Frelsið er yndislegt. Frelsið til að fylgja eigin hjarta, frelsið til að ráða sér sjálfur, frelsið til að fylgja eigin kynhneigð, frelsið til að elska. Hinsegin dagar, sem hófust í morgun, eru áminning til okkar allra að taka ekki frelsinu sem sjálfsögðu. Áminning um að það þarf að verja mannréttindi. Þessa viku berjumst við öll fyrir réttindum þeirra sem eru „hinsegin“. Fordómar eru andstyggilegir Að hafa skoðanir á kynhneigð annarra er eins og að velta sé upp úr háralit þeirra, hæð eða lengd vísifingurs. Fordómar eru andstyggilegir, fordómar vegna persónubundinna eiginda eins og kynhneigðar eru ef til vill verstir. Látum ekki sundra okkur Þrátt fyrir að margt hafi áunnist hér á landi þá lifum við enn á tímum þar sem samfélagið vill skilgreina okkur út frá sundurgreinanlegum þáttum. Ekki síst út frá kynhneigð. Slík nálgun á persónur skiptir okkur upp í flokka. Hún sundrar okkur. Etur okkur saman. Það er engu að síður fallegt að sjá hvernig þessi samfélagslega flokkun birtist samtímis í stolti af sjálfsmynd þess fólks sem fyrir flokkununni verður. Hinsegin dagar eru skýrt dæmi um slíkt. Ölfusið fagnar frelsinu Á sama tíma og hinsegindagar eru haldnir í borginni höldum við í Ölfusi bæjarhátíðina okkar undir nafninu „Hamingjan er hér“. Af því tilefni viljum við fagna þeirri hamingju sem fólgin er í því að huga að réttindum hinsegin fólks. Við viljum styðja eindregið við það persónufrelsi sem fólgið er í því að lifa í sátt við sjálfan sig og samfélagið hver sem kynhneigð fólks er. Þau skilaboð sendum við nú við sveitarfélagamörkin. Á meðan á hinsegindögum og bæjarhátíðinni „Hamingjan er hér“ stendur verður Ölfusskiltið ljómað regnbogalitunum. Til hamingju með þessa daga - lifi frelsið - lifi fjölbreytnin. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar