Öll velkomin! Þóra Björk Smith skrifar 9. ágúst 2023 11:00 Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Kauphöllin Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Fyrir tæplega tuttugu árum síðan réði þáverandi samstarfskona mín sumarstarfsmann sem var með lokk í tungunni. Hún hafði ekki tekið eftir honum í atvinnuviðtalinu og brá því í brún daginn eftir þegar hún varð þess áskynja. Hún trúði mér fyrir því að hún hefði aldrei ráðið hann ef hún hefði vitað af þessu og nokkrum dögum seinna kom hann svo í magabol í vinnuna. Á þessum tíma var ekki búið að finna upp inngildingarhugtakið og heldur ekki búið að rannsaka hversu jákvæður fjölbreytileiki og jafnrétti er fyrir atvinnulífið og rekstur fyrirtækja. En þrátt fyrir breytta tíma sýnir nýleg könnun BHM frá því í fyrra að tæpur helmingur hinsegin fólks felur kynhneigð eða kynvitund sína og rúmur helmingur hefur orðið fyrir óviðeigandi ummælum vegna hinseginleika á vinnustað. Vellíðan starfsfólks er mikilvægur þáttur fyrir árangri þess í starfi og því til mikils að vinna fyrir atvinnulífið og vinnuveitendur að búa starfsfólki umhverfi þar sem því finnst það eiga heima og líður vel. Það fer mikil orka í að vera í felum og leika einhvern annan. Nú þegar við fögnum Hinsegin dögum eru atvinnurekendur og mannauðsstjórar íslenskra fyrirtækja vonandi mörg að velta fyrir sér hvort að nóg sé að gert til að hinsegin starfsfólki líði vel í vinnunni og finnist það tilheyra á vinnustaðnum - enda til mikils að vinna. Það kom mér sem starfsmanni Nasdaq, sem rekur Kauphöllina og Nasdaq verðbréfamiðstöð hér á landi, ánægjulega á óvart þegar ég heyrði fyrst af stofnun starfsmannahóp innan fyrirtækisins, The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq) sem sérstaklega er ætlaður hinsegin starfsmönnum og bandamönnum þeirra. The OPEN er einn margra starfsmannahópa innan Nasdaq sem gæta hagsmuna hinna ýmsu hópa og stuðla að fræðslu og tengslamyndun innan fyrirtækisins. Nasdaq hefur með markvissri vinnu stuðlað að fjölbreytni innan fyrirtækisins, þannig að allt starfsfólk óháð kyni, kynvitund eða kynhneigð finni að það tilheyri vinnustað sem láti sig varða réttindi þess, almennt öryggi og líðan. Sem dæmi um slíkt gaf mannauðsdeild Nasdaq út fyrr á þessu ári leiðbeiningar um kynleiðréttingarferli, ætlaðar sem stuðningur fyrir starfsfólk sem er að ganga í gegnum slíkt ferli en einnig sem leiðbeiningar um hvernig samstarfsfólk getur veitt því stuðning. Þá þurfa allir stjórnendur sem eru með mannaforráð þurfa að klára námskeið sérsniðið að málefnum hinsegin fólks auk auðvitað allskonar annarskonar fræðslu sem snýr að öðrum minnihlutahópum. Stjórnendum ber að leitast við að ráða fólk úr hópum sem tilheyra minnihlutahóp þegar ráða á í störf hjá Nasdaq og gera síðan sérstaka grein fyrir af hverju einstaklingur sem tilheyrir slíkum hópi varð ekki fyrir valinu. Viðleitni fyrirtækisins til að stuðla að umræðu og sýnileika hinsegin fólks hjá fyrirtækinu sendir mikilvæg skilaboð um að starfsfólki sé óhætt að vera það sjálft. Þú átt ekki að þurfa að klæða þig upp í eitthvað annað hlutverk, fyrirtækið sendir þau skilaboð að fjölbreytileiki sé æskilegur – en ekki bara umborinn. Öll fyrirtæki geta mótað sér stefnu í jafnréttismálum og orðið hinseginvænn vinnustaður. Bætt og breytt menningu innan fyrirtækisins og sótt sér fræðslu, t.d. hjá Samtökunum ‘78 sem bjóða fyrirtækjum og stofnunum uppá svokallaða Hinsegin vottun sem Ölgerðin, skráð fyrirtæki á markaði, vinnur nú að fyrst íslenskra fyrirtækja. Öll viljum við tilheyra. Að um okkur séu til orð svo að við getum skilgreint okkur, talað um líf okkar og tilfinningar. Að tilvist okkar sé viðurkennd. Öll getum við lagt okkar lóð á vogaskálarnar og stutt hinsegin samstarfsfólk okkar með því að vera bandamenn þeirra, verið sá einstaklingur sem styður og eflir án aðgreiningar. Öll getum við staðið með samstarfsfólki okkar þegar að þeim er vegið og verið talsmenn þeirra þegar þeim eru sýndir fordómar eða fyrirlitning. Háskólapróf í hinseginfræðum er ekki nauðsynlegt, heldur aðeins víðsýni og vilji til að sjá mannlífið frá fleiri en einu sjónarhorni og vilji til að setja sig í spor annarra. Gleðilega hinsegin daga! Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Nasdaq verðbréfamiðstöðvar og félagi í The OPEN (The Out Proud Employees of Nasdaq).
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun