Ben Yedder er 32 ára gamall og leikur með Monaco í frönsku 1. deildinni, þar sem liðið mætir Clermont í fyrstu umferð á sunnudaginn.
Samkvæmt staðarmiðlum er hann sakaður um að hafa ásamt bróður sínum brotið á tveimur konum, 19 og 20 ára, þann 10. júlí síðastliðinn, í Beausoleil í Frakklandi.
Þar til að réttað hefur verið yfir Ben Yedder sætir hann eftirliti og þarf þannig að uppfylla ákveðnar skyldur gagnvart dómstólum.
Ben Yedder lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Frakka í mars 2018 og var á lista varamanna en komst þó ekki í HM-hópinn sem varð heimsmeistari sama ár, en spilaði síðast landsleik gegn Króatíu í Þjóðadeildinni í fyrrasumar.