Fótbolti

Harry Kane formlega genginn til liðs við Bayern München

Siggeir Ævarsson skrifar
Kane heldur á treyju Bayern. Hann verður ekki númer 2027, heldur hefur hann samið við liðið til ársins 2027
Kane heldur á treyju Bayern. Hann verður ekki númer 2027, heldur hefur hann samið við liðið til ársins 2027 Twitter@HKane

Sögunni endalausu um möguleg félagaskipti Harry Kane frá Tottenham er loksins lokið en Bayern München kynntu hann sem leikmann sinn í morgun. Hann gæti unnið sinn fyrsta titil með liðinu strax í kvöld.

Kane hefur verið orðaður við brottför frá Tottenham nokkuð reglulega síðustu ár en hann átti aðeins ár eftir að samningi sínum við liðið og því var að hrökkva eða stökkva fyrir Tottenham. Liðinu tókst þó að kreista ansi myndarlega summu út úr þessum félagaskiptum en Bayern borgar meira en hundrað milljónir evra fyrir Kane.

Kane hefur aldrei unnið titil með Tottenham en gæti unnið titil með Bayern strax í kvöld þegar liðið mætir Leipzig í þýska ofurbikarnum. Það verður þó að teljast ólíklegt að hann verði í byrjunarliðið Bayern eða í hópnum yfir höfuð.

Kane tilkynnti sjálfur um félagaskiptin á samfélagsmiðlum í morgun þar sem hann þakkaði stuðningsfólki Tottenham og samstarfsfélögum sínum fyrir síðustu 20 ár.

Kane er annar markahæsti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 213 mörk í 320 leikjum. Metið á Alan Shearer með 260 mörk svo að það met mun standa eitthvað áfram en allir næstu menn á listanum eru annað hvort hættir í fótbolta eða farnir úr deildinni.


Tengdar fréttir

Harry Kane í læknisskoðun hjá Bayern

Harry Kane hefur fengið leyfi til að ferðast til Þýskalands þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun hjá þýska liðinu Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×