Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2023 11:33 Hinsegin fáninn og Vilhjálmsvöllur í bakgrunni. Héraðsskjalasafn Austfirðinga Búið var að slíta regnbogafánann niður bæði við Safnahúsið og Vilhjálmsvöll á Egilsstöðum í morgun og skemma hann. Um er að ræða enn eitt skiptið sem unnin eru skemmdarverk á hinsegin fánanum í aðdraganda eða á meðan Hinsegin dögum stendur. „Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu. Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
„Það var frekar dapurleg aðkoma að Safnahúsinu á Egilsstöðum í morgun því búið var að slíta regnbogafánann okkar niður og skemma hann. Sama gilti um samskonar fána við Vilhjálmsvöll handan götunnar,“ segir á Facebook-síðu Héraðsskjalasafns Austfirðinga. „Það er dapurlegt til þess að vita að innan okkar samfélags þrífist slíkir aumingjar að þeir í fyrsta lagi geti ekki unað hinsegin samfélaginu og stuðningsfólki þeirra að gleðjast og njóta hinsegin daga í friði, í öðru lagi þori ekki að tjá sig nema í skjóli myrkurs og í þriðja lagi að þeir þurfi að gera það með því að skemma eigur annarra,“ segir á síðu héraðsskjalasafnsins. Atvikið verði tilkynnt til lögreglu eftir helgi, enda hafi eignatjóni verið valdið af ásetningi sem ekki sé hægt að sætta sig við. „Við áttum síðan annan fána sem fór upp á stöngina í staðinn. Hann er aðeins slitinn og trosnaður en hann gerir sitt gagn. Við látum ekki segja okkur hverju við megum og megum ekki flagga. Lifi fjölbreytileikinn!“ Hinsegin fánar á höfuðborgarsvæðinu hafa orðið fyrir barðinu á andstæðingum fjölbreytileikans eða skemmdarvörgum. Þá var hið sama uppi á teningnum í kringum Hinsegin daga í fyrra. Hinsegin dagar ná hápunkti í dag með gleðigöngu í miðbæ Reykjavíkur þar sem reiknað er með margmenni í rjómablíðu.
Hinsegin Múlaþing Lögreglumál Tengdar fréttir Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26 Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Hinsegin fánar í Mosfellsbæ skornir niður í nótt Átta hinseginfánar sem flaggað var fyrir utan bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar auk eins fána við Þverholt í Mosfellsbæ voru skornir niður í nótt. Bæjarstjóri segir málið sýna mikilvægi þess að halda baráttu hinsegin fólks áfram. 10. ágúst 2023 14:26
Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma. 4. ágúst 2023 11:53