„Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 11:00 Arnar Gunnlaugsson, þjálfari toppliðs Víkings. Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur, skammast sín fyrir að hafa misst stjórn á skapi sínu í leik Víkings gegn FH á dögunum. Hann kvíðir því ávallt að sjá nafn sitt í fjölmiðlum eftir slík atvik og segir bílferðina heim eftir leiki, þegar að svona atvik koma upp, vera hörðustu refsinguna. „Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
„Það er mjög mikið stress í gangi fyrir leiki, mikið undir og þess háttar. Stundum missir maður stjórn á skapinu og erfitt að útskýra af hverju,“ sagði Arnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður spjörunum úr út í atvik í leik FH og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla í fótbolta á dögunum. Atvik sem varð til þess að Arnar fékk að líta rauða spjaldið. Arnar missti stjórn á skapi sínum í téðum leik um stundarsakir. Hann hreytti ókvæðisorðum í átt að Agli Guðvarði Guðlaugssyni, aðstoðardómara í leiknum og fékk í kjölfarið að líta rauða spjaldið. Hann gerði sig svo líklegan til þess að kasta frá sér stól á leið sinni inn til búningsherbergja en lét það þó vera. Bílferðin heim sé mesta refsingin „Ég byrja hvern einasta leik með ákveðna möntru í huga þess efnis að nú ætli ég að haga mér, nú ætli ég ekki að láta einhverja ákveðnar ákvarðanir fara í taugarnar á mér. Svo bara gerist eitthvað, eitt og eitt atvik í þessum leikjum og ég held að þetta sé svona stressfaktor hjá mér sem lætur eldfjallið gjósa.“ Arnar sættir sig við rauða spjaldið og segir það ekki hörðustu refsinguna þegar að svona atvik koma upp „Mesta refsingin fyrir mig er í rauninni bílferðin heim eftir svona leiki. Ég kvíði svo fyrir því að horfa á þetta í uppgjörsþætti eða lesa um þetta í fjölmiðlum. Ég skammast mín svo mikið fyrir þetta og það er ekkert grín. Ég kvíði svo fyrir því að sjá mig hegða mér eins og fáviti en á sama tíma er það bara fín refsing fyrir mig. Á sama tíma hugsa ég líka mikið um greyið dómarana sem þurfa að þola þetta frá okkur.“ Hann telur að allir þjálfarar skammist sín þegar að svona atvik eiga sér stað. „Og á einhverjum tímapunkti þarf að finna jafnvægið á milli þess að sýna tilfinningar og að haga sér ekki eins og algjör bjáni á hliðarlínunni líkt og ég gerði í Kaplakrika á dögunum. Af því að við viljum fá tilfinningar frá þjálfurunum, það er gott sjónvarpsefni.“ Þakklátur Pablo Punyed En er ekki líka gott fyrir leikmenn að hafa ástríðufullan þjálfara á hliðarlínunni? Þjálfara sem er líka í baráttunni. „Jú, en þar skiptir þetta jafnvægi svo miklu máli. Leikmenn vilja ekki að leiðtogi sinn sé að missa kúlið á hliðarlínunni. Akkúrat í þessu atviki í leik okkar í Kaplakrika á dögunum kemur einn af mínum reynslumestu leikmönnum, Pablo Punyed, til mín og hann í rauninni róaði mig bara niður og gerði mér það ljóst að mínir leikmenn hefðu fullkomna stjórn á hlutunum, væru alveg með þetta. Það var ótrúlega flott hjá Pablo að gera þetta. Pablo Punyed, leikmaður Víkings ReykjavíkurVísir/Hulda Margrét „Á fundi með leikmönnum fyrir þennan tiltekna leik lagði ég mikla áherslu á að við hefðum stjórn á öllum hlutum, það var held ég ein glæra á fundinum eingöngu um það en svo fór sem fór,“ sagði Arnar hlæjandi.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Sjá meira
Umfjöllun: FH - Víkingur 1-3 | Birnir Snær skoraði tvö mörk í sigri Víkings gegn FH Víkingur náð sex stiga forskoti í Bestu deild karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með þremur mörkum gegn einu í leik liðanna sem fram fór á Kaplakrikavelli í kvöld. Birnir Snær Ingason skoraði tvö marka Víkings í leiknum. 8. ágúst 2023 21:04
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki