Rafmyntakóngur í steininn fyrir að reyna að hafa áhrif á vitni Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 10:50 Sam Bankman-Fried (f.m.) leiddur inn í réttarsal í New York í síðustu viku. AP/Bebeto Matthews Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, verður vistaður í fangelsi í Brooklyn fram yfir réttarhöldin yfir honum eftir að hann varð uppvís að því að reyna að hafa áhrif á framburð vitna. Fangelsið er sagt alræmt fyrir slæman aðbúnað fanga. Dómari í fjársvikamáli Bankman-Fried skipaði fyrir um að hann skyldi færður í varðhald eftir að hann braut gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu með því að reyna að fá vitni til þess að breyta framburði sínum. Bankman-Fried hafði verið laus gegn tryggingu á heimili foreldra sinna í Palo Alto í Kaliforníu. Borgarfangelsið í Brooklyn í New York sem verður heimili Bankman-Fried næstu mánuði hefur verið plagað af alls kyns vandamálum, þar á meðal manneklu, rafmagnleysi og möðkuðum mat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fangavörður þar játaði sig sekan um að þiggja mútur fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið fyrr á þessu ári. Lögmenn Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að kynferðisglæpum Jeffreys Epstein, segja að skólp hafi flætt inni í klefa hennar þegar hún var vistuð í fangelsinu. Veturinn 2019 var fangelsið án rafmagns og hita í fleiri daga á sama tíma og mikið frost gerði í borginni. Birti samskipti við fyrrverandi kærustu og reyndi að ná í lögfræðing FTX Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, úrskurðaði Bankman-Fried í gæsluvarðhald á föstudag. Rökstuddur grunur væri fyrir því að hann hefði að minnsta kosti tvisvar reynt að hafa áhrif á vitni frá því að hann var handtekinn í desember. Hann hefði þannig sýnt blaðamanni einkaskilaboð fyrrverandi kærustu hans sem er lykilvitni í málinu og sent fyrrverandi aðallögmanni FTX dulkóðuð skilaboð í janúar. Bankman-Fried er ákærður fyrir milljarða dollara fjársvik hjá FTX sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Hann er einnig ákærður fyrir ólögleg kosningaframlög til bæði demókrata og repúblikana til þess að reyna að hafa áhrif á regluverk um rafmyntir. Þegar Kaplan kvað upp úrskurð sinn sagði hann að fangelsið í Brooklyn kæmist hvergi á lista yfir „fimm stjörnu“ húsnæði. Hann teldi hins vegar ekki fýsilegt að senda hann í lágmarksöryggisfangelsi norðan við New York sem verjendur hans óskuðu eftir. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Hann verður því í fangelsi að minnsta kosti þar til þeim lýkur. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum. Gjaldþrot FTX Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. 30. mars 2023 11:53 Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Mest lesið Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Dómari í fjársvikamáli Bankman-Fried skipaði fyrir um að hann skyldi færður í varðhald eftir að hann braut gegn skilmálum lausnar gegn tryggingu með því að reyna að fá vitni til þess að breyta framburði sínum. Bankman-Fried hafði verið laus gegn tryggingu á heimili foreldra sinna í Palo Alto í Kaliforníu. Borgarfangelsið í Brooklyn í New York sem verður heimili Bankman-Fried næstu mánuði hefur verið plagað af alls kyns vandamálum, þar á meðal manneklu, rafmagnleysi og möðkuðum mat, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fangavörður þar játaði sig sekan um að þiggja mútur fyrir að smygla fíkniefnum inn í fangelsið fyrr á þessu ári. Lögmenn Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að kynferðisglæpum Jeffreys Epstein, segja að skólp hafi flætt inni í klefa hennar þegar hún var vistuð í fangelsinu. Veturinn 2019 var fangelsið án rafmagns og hita í fleiri daga á sama tíma og mikið frost gerði í borginni. Birti samskipti við fyrrverandi kærustu og reyndi að ná í lögfræðing FTX Lewis Kaplan, dómarinn í málinu, úrskurðaði Bankman-Fried í gæsluvarðhald á föstudag. Rökstuddur grunur væri fyrir því að hann hefði að minnsta kosti tvisvar reynt að hafa áhrif á vitni frá því að hann var handtekinn í desember. Hann hefði þannig sýnt blaðamanni einkaskilaboð fyrrverandi kærustu hans sem er lykilvitni í málinu og sent fyrrverandi aðallögmanni FTX dulkóðuð skilaboð í janúar. Bankman-Fried er ákærður fyrir milljarða dollara fjársvik hjá FTX sem var um tíma þriðja stærsta rafmyntakauphöll heims. Hann er einnig ákærður fyrir ólögleg kosningaframlög til bæði demókrata og repúblikana til þess að reyna að hafa áhrif á regluverk um rafmyntir. Þegar Kaplan kvað upp úrskurð sinn sagði hann að fangelsið í Brooklyn kæmist hvergi á lista yfir „fimm stjörnu“ húsnæði. Hann teldi hins vegar ekki fýsilegt að senda hann í lágmarksöryggisfangelsi norðan við New York sem verjendur hans óskuðu eftir. Réttarhöld yfir Bankman-Fried eiga að hefjast í október. Hann verður því í fangelsi að minnsta kosti þar til þeim lýkur. Bankman-Fried segist saklaus af ákærunum.
Gjaldþrot FTX Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. 30. mars 2023 11:53 Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07 Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58 Mest lesið Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ Viðskipti erlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Sjónvarpseríur á samfélagsmiðlum og gjörbreytt notkun á Facebook og Instagram Atvinnulíf „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
SBF ákærður fyrir að reyna að múta kínverskum stjórnvöldum Sam Bankman-Fried, stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, er sagður ætla að lýsa sig saklausan af ákæru um að hann hafi brotið bandarísk kosningalög og mútað kínverskum yfirvöldum. Hann hefur þegar lýst sig saklausan af ákærum um stórfelld fjársvik. 30. mars 2023 11:53
Saka SBF og félaga um hundruð ólöglegra kosningaframlaga Bandarískir saksóknarar saka Sam Bankman-Fried, stofnanda rafmyntafyrirtækisins FTX, og samverkamann hans um fleiri en þrjú hundruð ólögleg kosningaframlög. Þeir komust hjá reglum um hámarksframlög til frambjóðenda með því að notast við leppa og félög. 23. febrúar 2023 16:07
Stofnandi FTX lýsir yfir sakleysi Fallinn stofnandi rafmyntafyrirtækisins FTX, Sam Bankman-Fried sagðist fyrr í dag saklaus fyrir rétti í New York ríki í Bandaríkjunum. 3. janúar 2023 21:58