Verkið hófst ekki nógu snemma til að tímalína stæðist Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2023 07:00 Framkvæmdum á Laugavegi við Hlemm átti að vera lokið um síðustu áramót. Svona er staðan í dag. Vísir/Vilhelm Átta mánaða tafir á framkvæmdum við Hlemm skýrast af því að verkið hófst ekki nógu snemma til þess að tímalína stæðist og þá var ekkert gert í fjóra mánuði í vetur vegna frosts í jörðu. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst. Þetta kemur fram í svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Vísis. Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Framkvæmdir á Laugavegi við Hlemm hófust í september í fyrra og var gert ráð fyrir að þeim myndi ljúka síðustu áramót. Kaflinn sem um ræðir liggur frá Mathöllinni á Hlemmi og að Snorrabraut og er um að ræða viðamiklar breytingar á svæðinu. Í svörum frá Reykjavíkurborg vegna framkvæmdanna segir að lagningu fráveitu hafi að mestu lokið síðastliðin áramót. Segir í svörunum að ekki sé ráðlegt að eiga mikið við lagnir yfir harðasta vetrartímann. „Nefna má tvennt í þessu sambandi: 1. Verkið hófst ekki nægilega snemma til að áætluð tímalína stæðist að fullu. Það hófst í september en þá var allt til reiðu og búið að leysa og finna lausnir fyrir gangandi, rekstraraðila og strætó sem stóðust allar öryggiskröfur. 2. Veturinn var harður og jörð fraus í fjóra mánuði á svæðinu, ekki var hægt að hefja aftur vinnu fyrr en mánaðamótin mars-apríl.“ Ekki var unnið á svæðinu vegna frosthörku í fjóra mánuði. Vísir/Vilhelm Alltaf breytingar á áætlunum í svo viðamiklu verki Í svörunum segir ennfremur að verkið í heild hafi gengið vel. Verkinu á Laugavegi hafi verið skipt upp, þannig að gatan er kláruð fyrst, næst tekin gangstétt öðru megin og síðan hinumegin. Rauðarárstígur frá Bríetartúni að Hlemmi verður opnaður í lok ágúst, að því er segir í svörunum. Snyrting, eins og því er lýst, verður á öllum þáttum í september. Þá er hönnun á næstu áföngum fyrir Hlemm sögð í góðum gír. „Í svona viðamiklu verki verða alltaf einhverjar breytingar á áætlun. Í þessu tilfell þurfti að breyta lýsingu, ekki var hægt að hafa hana hangandi, þannig að búið er að smíða ljósastaura. Áætluð tímalína á framkvæmdum breyttist en verktakinn hefur staðið sig vel og framkvæmdaaðilar leyst öll verkefni sem hafa komið upp.“ Sérstakur stálstrúktur mun einkenna svæðið eftir að framkvæmdum lýkur.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Skipulag Bílar Göngugötur Tengdar fréttir Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51 Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Sjá meira
Stórkostlegar breytingar fyrirhugaðar í kring um Hlemm Framkvæmdir við fyrsta áfanga að nýju Hlemmtorg eru hafnar á hluta Rauðarárstígs. Hlemmur og nærliggjandi götur munu taka miklum stakkaskiptum á næstu árum þar sem lokað verður fyrir almenna bílaumferð. 19. júlí 2022 19:51
Síðasti bíllinn hefur ekið Laugaveg milli Hlemms og Snorrabrautar Framkvæmdir standa nú yfir á Laugavegi á milli Hlemmtorgs og Snorrabrautar þar sem til stendur að breyta miðju götunnar með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Síðasti bíllinn hefur því rúntað á umræddum kafla. 7. janúar 2023 07:00