Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 13:48 Alma Ýr Ingólfsdóttir (t.h.), lögfræðingur, hefur boðið sig fram til formanns ÖBÍ en sitjandi formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir (t.v.), lætur af störfum í október. Vilhelm/Aðsent Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt. Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt.
Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00