Tvær hliðar á öllum málum Magnús Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 12:30 „Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjókvíaeldi Magnús Guðmundsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
„Stjórnsýslan er óásættanleg.“ Þetta eru orð Jens Garðars Helgasonar í grein í Viðskiptablaðinu 11. ágúst s.l. Þarna deilir hann á fámennar og fjársveltar ríkisstofnanir, sem eiga eftir að vinna og afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Hann segir það geta tekið rúman áratug að fá eitt leyfi. Greinin byrjar svona: „Á tímabilinu 2014 – 2021 meira en tífaldaðist sjókvíaeldi við Ísland.“ Þetta er bara 7 ára tímabil og tíföldun í sjókvíaeldi á þeim tíma er of hröð aukning þegar upp er staðið. Tæplega 30 kvíastæði voru sett inn í hvíta ljósgeira vita og hefðbundnar siglingaleiðir. Þetta er lýsandi dæmi um pressuna, sem þið fiskeldismenn og pólitíkin hafið sett á stofnanir, til að fá leyfin afgreidd sem hraðast. Umhverfismatið Í greininni segir: „Um er að ræða umsókn í Seyðisfirði, sem lokið hefur umhverfismati.“ Var farið eftir umhverfismati? Nei. Valkostur A, óbreyttur Seyðisfjörður, þ.e.a.s. án sjókvíaeldis var fyrsti kostur fyrir strandsvæðaskipulagið. Hann hentaði ykkur ekki. Valkostur B varð til með þrem kvíastæðum og var kynntur og lagður fyrir af Svæðisráði til umsagnar. Hann fékk mikla gagnrýni. Innviðaráðherra samþykkti svo strandsvæðaskipulag með þriðju útgáfu, sem ekki var í umhverfismati , og fór aldrei í kynningarferli. Umhverfismati er því ekki lokið í Seyðisfirði, alla vega ekki á réttan hátt. Þetta á eftir að taka lengri tíma. Ég skora á þig Jens Garðar að sýna umhverfinu og samfélaginu á Seyðisfirði virðingu. Þú ert líka formaður stýrihóps um framtíðar loftlagsmál á vegum umhverfisráðherra. Umhverfið ber að virða og vernda. Áhættumat siglinga Jens Garðar pirrar sig á að allt hafi verið sett á stopp vegna áhættumats siglinga. Það er ekkert undarlegt við það að áhættumat siglinga þurfi að liggja fyrir í þröngum Seyðisfirði áður en leyfisumsókn verður afgreidd. Seyðisfjarðarhöfn er önnur ferðamannagátt landsins, með reglubundnar ferjusiglingar til Evrópu. Hún er líka ein af fimm höfnum landsins í samevrópska flutningsnetinu og Ísland er aðili að alþjóðlegum siglingalögum. VSÓ ráðgjöf gerði í fyrra tillögu að áhættumat siglinga í Seyðisfirði vegan sjókvíaeldis fyrir Vegagerðina. Tíu áhættuþættir voru greindir og bent var á mótvægisaðgerðir vegna þeirra, sem reyndar er ekki hægt að framkvæma vegna helgunarsvæðis Farice-1 strengsins. VSÓ ráðgjöf tók ekki tillit til grunnetshafnar, siglingaverndar, samevrópskrar hafnar og Farice-1 strengsins. Vonandi verður það gert í nýju áhættumati sem Vegagerðin og aðrar stofnanir eiga eftir að vinna, en það á eftir að koma í ljós. Það verður að taka tillit til Farice-1 strengsins í áhættumatinu því það þarf að vera hægt að festa kvíar og allt sem þeim tilheyrir niður. Rétt áhættumat siglinga á að liggja fyrir áður en leyfisumsókn er afgreidd. Hafnir í samevrópska flutningsnetinu Seyðisfjarðarhöfn er ekki eina höfnin í samevrópska flutningsnetinu, sem er sett í hættu vegna sjókvíaeldis Ice Fish Farm. Það gildir líka um Mjóeyrarhöfn í Reyðarfirði. Í Reyðarfirði eru sex kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Vattarnesvita. Í Fáskrúðsfirði eru þrjú kvíasvæði inni í hvítum ljósgeira Hafnarnesvita og í Berufirði er eitt kvíasvæði í hvítum ljósgeira Karlsstaðavita. Nú eru alls tíu kvíasvæði á Austfjörðum í hvítum ljósgeirum vita og þar með í siglingaleiðum, og verða 12 ef leyfi verður gefið út í Seyðisfirði. Það er þetta sem er óásættanleg stjórnsýsla fyrir alla nema sjókvíaeldisfyrirtækin. Heildarmyndin Það er ekki stórmannlegt Jens Garðar að vera í drottningarviðtali í Viðskiptablaðinu fyrir hönd fyrirtækisins og kvarta yfir því hvað það taki langan tíma að afgreiða leyfisumsókn í Seyðisfirði. Það er eðlilegt að það taki sinn tíma, því þú veist það eins og allir aðrir að strandsvæðaskipulagið var ekki klárað í Seyðisfirði. Þar á eftir að meta og greina stóra áhættuþætti. Því var öllu vísað til leyfisveitenda og það er góð stjórnsýsla að vanda þar til verka. Heiðarleiki og virðing kosta ekkert. Það er kominn tími á að önnur starfssemi, sem fyrir eru í fjörðunum, fái að vera í friði. Þjóðaröryggi, þ.e. Farice-1 strengurinn í Seyðisfirði, hann og lögin sem um hann gilda ber að virða, en ekki reyna eftir fremsta megni að hafa rangt við bæði hvað varðar hugtökin míla og skip. Vinna og framganga sjávarútvegsfyrirtækjanna í þessum málum eru óásættanleg. Samstöðufundur Seyðfirðinga gegn sjókvíaeldi þann 13. júlí s.l. fór ekki fram hjá neinum á Austurlandi og víðar. Þar sagði fólkið þvert NEI og staðfesti skoðnanakönnun sveitarfélagsins Múlaþings upp á 75% andstöðu. Hvernig fyrirtæki er það, sem ætlar sér að starfa í bænum okkar með yfirgangi, valdníðslu og lögbrotum. Jens Garðar, sýndu nú manndóm og stattu við orð þín. Þú hefur sagt það opinberlega, að þú viljir ekki fara gegn skýrum vilja Seyðfirðinga. Ef einhver stjórnsýsla er óásættanleg þá er það afstaða meirihluta sveitarfélaganna Fjarðarbyggðar og Múlaþings, sem vörðu ekki hagsmuni austfirskra hafna og nærumhverfis við afgreiðslu strandsvæðaskipulagsins. Einnig vinnubrögð innviðaráðherra, sem lét vinna og samþykkti síðan strandsvæðaskipulag með hag sjókvíaeldis í algerum forgangi. Jens Garðar/Ice Fish Farm STOPP Látið fjörðinn í friði Læt hér fylgja tengil á upptöku frá samstöðufundinum ef hann hefur farið framhjá ykkur. Kæru Seyðfirðingar Takk fyrir samveruna og hlýjar móttökur í kringum samstöðufundinn og ekki síður göngunni um Selsstaðavík og Brimnes. Takk fyrir leiðsögnina Daði. Baráttukveðja. Höfundur er brottfluttur Seyðfirðingur.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun