Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 15:59 Fyrrverandi ruðningsþjálfarinn Tommy Tuberville kemur nú í veg fyrir að alríkisstjórnin geti skipað nýja yfirmenn yfir herinn eða samþykkt stöðuhækkanir. Vísir/EPA Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu. Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu.
Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira