Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 15:59 Fyrrverandi ruðningsþjálfarinn Tommy Tuberville kemur nú í veg fyrir að alríkisstjórnin geti skipað nýja yfirmenn yfir herinn eða samþykkt stöðuhækkanir. Vísir/EPA Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu. Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu.
Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira