Höfuðlaus Bandaríkjaher vegna andstöðu eins þingmanns Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2023 15:59 Fyrrverandi ruðningsþjálfarinn Tommy Tuberville kemur nú í veg fyrir að alríkisstjórnin geti skipað nýja yfirmenn yfir herinn eða samþykkt stöðuhækkanir. Vísir/EPA Þrjár greinar Bandaríkjahers eru nú án staðfests yfirmanns í fyrsta skipti í sögunni. Einn þingmaður Repúblikanaflokksins kemur nú í veg fyrir að þingið staðfesti nokkrar tilnefningar innan hersins vegna andstöðu sinnar við rétt kvenna til þungunarrofs. Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu. Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Mike Gilday, yfirmanns bandaríska sjóhersins, hætti störfum í dag. Sjóherinn varð þannig þriðji armur hersins sem er ekki með neinn yfirmann staðfestan af Bandaríkjaþingi. Herinn og landgönguliðið eru einnig án yfirmanns sem öldungadeild þingsins þarf að leggja blessun sína yfir, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Þessi fordæmalausa staða kom upp vegna Tommys Tuberville, öldungadeildarþingmanns repúblikana frá Alabama. Hann hefur eins síns liðs komið í veg fyrir að öldungadeildin samþykki hundruð stöðuhækkana og skipana í embætti innan hersins til þess að koma í veg fyrir að varnarmálaráðuneytið greiði ferðakostnað hermanna sem fara í þungunarrof. Ráðuneytið greip til þessa ráðs eftir að hæstiréttur Bandaríkjanna afnam rétt kvenna til þungunarrofs og mörg ríki þar sem íhaldssamir repúblikanar fara með völdin bönnuðu eða takmörkuðu verulega aðgang að þungunarrofi. Óttast um viðbúnað hersins Tuberville nýtti sér að einn einasti öldungadeildarþingmaður getur stöðvað frumvörp eða tilnefningar í deildinni. Ef um staka stöðuhækkun eða frumvarp væri að ræða gæti meirihluti deildarinnar komist í kringum andstöðu staks þingmanns. Í þessu tilfelli er um hundruð stöðuhækkana og tilnefninga að ræða. Öldungadeildin gerði lítið annað en að greiða atkvæði um þær. Þingmaðurinn vill að demókratar leggi fram frumvarp um að festa greiðslur varnarmálaráðuneytisins í ferðakostnað fyrir þungunarrof í lög. Öldungadeildin fái að greiða atkvæði um slíkt frumvarp. Hann hefur ekki lagt sjálfur fram frumvarp um málið. „Þetta er fordæmalaust. Þetta er ónauðsynlegt og þetta er óöruggt,“ sagði Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, við athöfn hjá sjóhernum í dag. Hermálayfirvöld hafa varað við því að gjörðir Tuberville eigi eftir að koma niður á viðbúnaði hersins og viðbragðsgetu.
Bandaríkin Hernaður Þungunarrof Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent