„Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna“ Máni Snær Þorláksson skrifar 14. ágúst 2023 17:15 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir að hann myndi ekki baða sig í Viti eins og staðan er núna. Vísir/Arnar Prófessor í jarðeðlisfræði segir að hann myndi ekki baða sig í Víti eins og staðan er núna. Það séu þó ekki enn komin merki um að gos sé að byrja. Haldi þetta áfram svona sé þó líklegt að það endi með gosi. „Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“ Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira
„Ennþá er ekki farið að sjá merki um að leikar séu farnir að æsast ef svo má að orði komast. En þetta getur náttúrulega ekki haldið áfram svona endalaust. Ef þetta heldur svona áfram þá er líklegt að það endi með gosi, hvenær það verður er ekki gott að segja,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, í samtali við fréttastofu. Magnús segir að Askja sé búin að vera að þenjast út í tvö ár. Hún sé búin að lyftast um sextíu, sjötíu sentímetra á þeim tíma. „Þetta telst mikið í flestum eldfjöllum en Askja er svolítið sérstök því hún var búin að síga um allt að einn og hálfan metra á síðustu fimmtíu árum á undan.“ Verið að gera betri mælingar Magnús segir að yfirvöld eigi örugglega eftir að skoða það að færa gönguleiðir og loka aðgengi að ákveðnum hlutum Öskju. Verið sé að fara á svæðið til að gera betri mælingar. „Það er hópur að fara þangað núna að mæla til að geta fengið sem skýrasta mynd af því sem er í gangi núna og hvar það stendur,“ segir hann. Þá segir Magnús að enn séu ekki komin merki um að eldgos sé að hefjast. Fyrir gosið árið 1961 hafi komið skýr merki vikurnar á undan um aukinn jarðhita og gufusprengingar. „Það er eitthvað sem við höfum að minnsta kosti ekki séð ennþá en þurfum að vera vakandi fyrir.“ Hann vekur athygli á því að tjaldsvæðið og skálinn á svæðinu sé langt fyrir utan hættusvæðið. Fólk þurfi ekki að hætta við ferðir þangað, það þurfi þó að fylgja mjög vel þeim leiðbeiningum sem gefnar eru. Sjálfur myndi hann til dæmis ekki taka sundsprett í Víti eins og staðan er. „Ég myndi nú ekki baða mig í Víti núna, ég held að það eigi ekki að gera það núna.“
Askja Eldgos og jarðhræringar Þingeyjarsveit Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Sjá meira