Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 22:09 Jökull var eðlilega sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. „Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira