Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár.
Þá segir að á sama tímabili hafi íslenskum ríkisborgurum fjölgað um 1.444 einstaklinga eða 0,4 prósent.
Hlutfall erlendra ríkisborgara af íbúum er 18,03 prósent samkvæmt Þjóðskrá. Fjölmennastir eru pólskir ríkisborgarar sem eru 25.165 en þeim fjölgaði á sama tímabili um 1.869 einstaklinga eða átta prósent. Þar á eftir koma Litháar og Rúmenar.

Úkraínskum ríkisborgurm fjölgað um helming
Úkraínskum ríkisborgurum hefur fjölgað um 50,9 prósent frá 1. desember 2022. Í byrjun ágústmánaðar voru alls 3.419 úkraínskir ríkisborgarar skráðir til heimilis á Íslandi samkvæmt Þjóðskrá. Það er fjölgun um 1.154 einstaklinga á tímabilinu.
Sömuleiðis segir að umtalsverð fjölgun hafi orðið á ríkisborgurum frá Palestínu. Þeim fjölgaði um 134 einstaklinga, eða um 43,2%, og eru nú 444 einstaklingar með palestínskt ríkisfang búsettir hér á landi.
Hægt er að skoða töflu yfir fjölda íbúa eftir ríkisfangi þann 1. ágúst 2023 til samanburðar við stöðuna 1. desember 2019-2022. Þar sést til dæmis að hundrað prósent fækkun hefur orðið á íbúum með líberískt ríkisfang. Þeir voru fimm en eru núna núll.
Í júlí var greint frá því að íbúum með erlent ríkisfang hefði fjölgað um 5.722 einstaklinga frá 1. desember 2022 til 1. júlí 2023. Miðað við það hefur íbúum með erlent ríkisfang hér á landi fjölgað um 943 á undanförnum mánuði.