„Það sem ég var að gera var að tala með hjartanu“ Stefán Árni Pálsson skrifar 16. ágúst 2023 08:00 Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson á bekknum þegar FCK mætti Blikum á dögunum í Evrópukeppni. Vísir/Hulda Margrét Knattspyrnumaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson segist lengi hafa fundið fyrir áhuga frá þýska liðinu Fortuna Düsseldorf en forráðamenn félagsins hafa fylgst með honum í nokkur ár. Ísak verður á láni hjá Düsseldorf frá dönsku meisturunum í FCK á tímabilinu. Ísak hefur verið hjá danska félaginu frá árinu 2021. „Það var bara kominn þannig staða í Köben að ég var ekki að fá mínútur inni á miðjusvæðinu þar sem ég vill spila. Ég tók bara ákvörðun sem mér leist best á og Düsseldorf er búið að hafa áhuga á mér lengi alveg síðan ég var í Norrköping og líka í FCK. Þeir voru í allt sumar að reyna fá mig,“ segir Ísak. Düsseldorf hafnaði í fjórða sæti b-deildarinnar á síðasta tímabili og er stefnan sett á að fara upp. Um er að ræða risaklúbb sem spila sína heimaleiki á Merkur-Spiel Arena sem tekur tæplega 55 þúsund manns í sæti. „Þeir vilja bjóða mér upp á það að komast með liðinu upp og vera partur af því verkefni að fara upp um deild því að í rauninni á þetta lið ekki að vera í 2.deildinni í Þýskalandi.“ Leið vel eftir að hafa sagt sannleikann Ísak segist hafa hugsað það skref einungis út frá þeim forsendum að hann sé að fara spila mun meira í Þýskalandi. „Mig langar að fá tækifæri til að þróa minn leik inn á miðjunni.“ Ísak Bergmann hafði látið í ljós óánægju sína í fjölmiðlum hér á landi með spilatíma hjá FCK liðinu og rötuðu þau viðtöl í danska miðla. „Það hafa nokkrir sagt við mig að ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að gera með þessum viðtölum. Það sem ég var að gera var að tala með hjartanu. Ég sagði bara nákvæmlega eins og hlutirnir voru. Hvort það hafi verið rétt eða ekki veit ég ekki en mér líður vel með þetta. Í gegnum tíðina hef ég verið rosalega rútíneraður í viðtölum og segja ekkert of mikið en þarna sagði ég bara nákvæmlega mína skoðun og hvernig hlutirnir voru.“ Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Ísak verður á láni hjá Düsseldorf frá dönsku meisturunum í FCK á tímabilinu. Ísak hefur verið hjá danska félaginu frá árinu 2021. „Það var bara kominn þannig staða í Köben að ég var ekki að fá mínútur inni á miðjusvæðinu þar sem ég vill spila. Ég tók bara ákvörðun sem mér leist best á og Düsseldorf er búið að hafa áhuga á mér lengi alveg síðan ég var í Norrköping og líka í FCK. Þeir voru í allt sumar að reyna fá mig,“ segir Ísak. Düsseldorf hafnaði í fjórða sæti b-deildarinnar á síðasta tímabili og er stefnan sett á að fara upp. Um er að ræða risaklúbb sem spila sína heimaleiki á Merkur-Spiel Arena sem tekur tæplega 55 þúsund manns í sæti. „Þeir vilja bjóða mér upp á það að komast með liðinu upp og vera partur af því verkefni að fara upp um deild því að í rauninni á þetta lið ekki að vera í 2.deildinni í Þýskalandi.“ Leið vel eftir að hafa sagt sannleikann Ísak segist hafa hugsað það skref einungis út frá þeim forsendum að hann sé að fara spila mun meira í Þýskalandi. „Mig langar að fá tækifæri til að þróa minn leik inn á miðjunni.“ Ísak Bergmann hafði látið í ljós óánægju sína í fjölmiðlum hér á landi með spilatíma hjá FCK liðinu og rötuðu þau viðtöl í danska miðla. „Það hafa nokkrir sagt við mig að ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að gera með þessum viðtölum. Það sem ég var að gera var að tala með hjartanu. Ég sagði bara nákvæmlega eins og hlutirnir voru. Hvort það hafi verið rétt eða ekki veit ég ekki en mér líður vel með þetta. Í gegnum tíðina hef ég verið rosalega rútíneraður í viðtölum og segja ekkert of mikið en þarna sagði ég bara nákvæmlega mína skoðun og hvernig hlutirnir voru.“
Fótbolti Þýski boltinn Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira