Ekki lengur frítt í Strætó á Menningarnótt Árni Sæberg skrifar 15. ágúst 2023 17:56 Borga þarf almennt fargjald í strætó á laugardaginn. Vísir/Vilhelm Almennt fargjald verður rukkað í strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu á Menningarnótt, sem haldin verður í miðbæ Reykjavíkur á laugardaginn. Undanfarin ár hefur verið frítt í Strætó. Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is. Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Í fréttatilkynnigu frá Strætó bs segir að borga þurfi almennt fargjald í Strætó á Menningarnótt en á móti hafi verið ákveðið að fjölga ferðum og bæta þar með þjónustu viðskiptavina þennan dag, en leið 1 aki til að mynda á tíu mínútna fresti frá klukkan 10 til 18. „Með þessu er verið að reyna að anna eftirspurn eftir bestu getu en ljóst er að flutningsgeta Strætó getur aldrei tekið á móti þeim gríðarlega fjölda sem sækir þennan viðburð. Á klukkutíma má áætla að Strætó geti tekið á móti 3200 manns úr öllum hverfum höfuðborgarsvæðisins.“ Öllum vögnum beint að Sæbraut og skutlið heim verður frítt Í tilkynningu segir jafnframt að leiðarkerfi Strætó á höfuðborgarsvæðinu verði rofið kl. 22:30 og öllum tiltækum vögnum beint að Sæbraut við Sólfarið. Frá Sólfarinu verði ekið í öll hverfi á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 23:00 til 01:00 og ekkert kosti ekkert í þessar ferðir. Næturstrætó taki svo við eftir klukkan 01 og aki eftir sínum hefðbundnu leiðum innan Reykjavíkur. Borga þurfi næturgjald í næturstrætó. Skutlur aka akandi í miðbæinn Þá muni skutlur á vegum Strætó, í boði Reykjavíkurborgar, aka milli Laugardalshallar og Hallgrímskirkju frá klukkan 07:30 til 01:00. „Fólk á bíl er hvatt til þess að leggja í grennd við Laugardalshöll. Það kostar ekkert í skutluþjónustuna.“ Þá segir að fólk sé hvatt til að fylgjast vel með á rauntímakorti á straeto.is eða í Klappinu. Raskanir gætu orðið á tímatöflum og leiðum bæði vegna götulokana og umferðar. Hægt sé að skoða tímatöflur fyrir allar leiðir á Menningarnótt á straeto.is.
Reykjavík Menningarnótt Strætó Neytendur Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira