Chelsea horfir til Bandaríkjanna og gæti slegið enn eitt félagsskiptametið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. ágúst 2023 11:01 Djordje Petrovic er talinn líklegt skotmark Chelsea áður en félagsskiptaglugginn lokar. Fred Kfoury III/Icon Sportswire via Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur farið mikinn á félagsskiptamarkaðnum undanfarin misseri og félagið hefur eytt hundruð milljónum punda. Nú horfir félagið til Bandaríkjanna í leit að markverði. Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu. Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira
Chelsea er að skoða markmannsmálin eftir að Edouard Mendy var seldur til Sádi-Arabíu og Kepa Arrizabalaga gekk til liðs við Real Madrid á láni. Lundúnaliðið fékk Robert Sanchez frá Brighton, en Mauricio Pochettino, nýráðinn knattspyrnustjóri Chelsea, er sagður vilja bæta öðrum markverði við áður en félagsskiptaglugginn lokar í lok ágústmánaðar. Forráðamenn Chelsea eru því sagðir horfa til Bandaríkjanna á Djordje Petrovic, markvörð New England Revolution. Það er The Daily Express sem greinir frá áhuga Chelsea á þessum 23 ára landsliðsmarkverði Serbíu. Þar segir að það myndi kosta Chelsea 24 milljónir punda [fjóra milljarða króna] að kaupa Petrovic sem myndi gera hann að dýrasta leikmanni sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni frá upphafi. What’s your thoughts on Chelsea being linked to goalkeeper Djordje Petrovic? pic.twitter.com/sAOuhJKkMA— Frank Khalid OBE (@FrankKhalidUK) August 16, 2023 Miguel Almiron varð árið 2019 dýrasti leikmaðurinn sem keyptur hefur verið frá MLS-deildinni þegar hann var keyptur til Newcastle frá Atlanta United á 20,5 milljónir punda. Petrovic er samningsbundinn New England Revolution til ársins 2025 og samningur hans felur í sér möguleika á eins árs framlengingu. Hann gekk til liðs við félagið á síðasta ári til að fylla í skarð Matt Turner sem gekk í raðir Arsenal og hefur leikið 48 leiki í MLS-deildinni þar sem hann hefur 15 sinnum haldið hreinu.
Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Frábærir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Sjá meira