Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA 2-1 | Heimamenn nýttu Evrópuþreytu gestanna Kári Mímisson skrifar 20. ágúst 2023 21:00 Fram vann mikilvægan sigur. Vísir/Hulda Margrét Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu. Fram komst yfir á 23. mínútu þegar Fred skoraði með glæsilegu skoti. Tiago flengdi boltanum á Fred sem tók hann niður og fór ansi illa með Jakob Snæ áður en hann setti boltann alveg út við við stöng. Óverjandi fyrir Kristijan Jajalo í marki KA sem er sennilega ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum þarna. Framarar voru áfram skeinuhættir eftir þetta mark og spiluðu reglulega vel á köflum. Tiago var nálægt því að tvöfalda forystu heimamanna en skot hans sleikti stöngina. Það voru hins vegar gestirnir sem fengu besta færi hálfleiksins og það kom á loka mínútu uppbótatímans. Sveinn Margeir komst þá inn á teig og fann Hallgrím Mar sem var aleinn fyrir miðju marki en Ólafur Íshólm í marki Fram varði glæsilega frá honum. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Fram. Seinni hálfleikur fór vel af stað og var Guðmundur Magnússon næstum búinn að koma fram í 2-0 þegar hann skallaði boltann í stöng snemma í hálfleiknum. Það dró hins vegar til tíðinda á 64. mínútu leiksins þegar Hallgrímur Mar fór niður í teignum eftir að varamaðurinn Ion Perelló Machi braut á honum. Hallgrímur fór sjálfur á punktinn og skoraði fram hjá Ólafi Íshólm sem var þó nálægt því að verja boltann. Eftir þetta mark voru gestirnir að norðan hættulegri aðili leiksins. Hallgrímur Mar fór illa með ákjósanlega stöðu seint í leiknum, í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að finna samherja sem gekk ekki. Sveinn Margeir átti svo hörku skot á markið sem virtist vera á leiðinni í netið en Ólafur Íshólm sá við honum með magnaðri markvörslu. En Framarar gáfust ekki upp og á 90. mínútu tókst þeim að skora sigurmarkið. Fram sótti upp hægri vænginn þar sem Tryggvi Snær Geirsson náði að þræða boltann inn fyrir á Aron Jóhannsson sem gat lagt boltann á Jannik Holmsgaard en ákvað að skjóta sjálfur og tókst að setja boltann milli fóta Kristijan Jajalo, markvarðar KA og þaðan í netið. Daníel Hafsteinsson missti svo hausinn við þetta mark og lét einhver orð falla í garð Péturs Guðmundssonar sem ákvað í kjölfarið að gefa honum sitt seinna gula spjald. Ansi dýr mistök hjá Daníel. KA sóttu stíft síðustu mínúturnar en heimamönnum tókst að verjast öllu því sem á þá var hent og niðurstaðan í Úlfarsárdalnum því 2-1 fyrir Fram og fyrsti sigur Ragnars Sigurðssonar sem aðalþjálfara því staðreynd. Af hverju vann Fram? Síðustu 30 mínúturnar eða svo voru það gestirnir að norðan sem virtust vera líklegri til að ná þessu sigurmarki en því miður fyrir þá kom það ekki og í staðinn náðu þreyttir Framarar að koma boltanum í netið hér undir lokin. Heilt yfir spilaði Fram fínan leik og það sérstaklega fyrsta klukkutímann svo ég hugsa að Raggi Sig og hans lærisveinar gangi nú bara sáttir héðan í burtu. Hverjir stóðu upp úr? Aron Jóhannsson var frábær fyrir Fram. Hljóp úr sér lungun hér í kvöld og tókst að skora þetta mikilvæga sigurmark sem gæti reynst liðinu mjög dýrmætt. Fred og Tiago voru sömuleiðis mjög flottir í dag eins og svo oft áður fyrir Fram. Ólafur Íshólm átti svo nokkrar frábærar markvörslur í dag. Hvað gekk illa? Jafnvel þó KA hafi stýrt leiknum síðasta hálftímann eða svo þá var sóknarleikur liðsins afar bitlaus. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri komin ansi mikil þreyta í liðið en álagið hefur verið mikið á KA í sumar og hópurinn ekki sá stærsti. Hvað gerist næst? KA fær Stjörnuna í heimsókn næsta laugardag klukkan 16:00 á meðan Fram fer til Keflavíkur í sannkallaðan botnbaráttuslag. Leikur Keflavíkur og Fram fer fram 27. ágúst og hefst klukkan 17:00. Raggi Sig Þetta var baráttusigur fram í rauðan dauðann og við tökum því fagnandi Ragnar Sigurðsson stýrði Fram til sigurs.Vísir/Anton Brink Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var að vonum glaður eftir sigurinn í dag sem hann segir að hafi verið mikill baráttusigur fyrir liðið. „Við erum náttúrulega bara glaðir. Þetta var erfitt í dag. Mér fannst við byrja þennan leik vel en mér fannst hann mjög kaflaskiptur út allan leikinn. Síðan áður en við skorum þetta sigurmark þá voru þeir töluvert líklegri til þess að skora. Þetta var baráttusigur fram í rauðan dauðann og við tökum því fagnandi.“ KA sótti stíft á Fram undir lok leiksins og reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Hvernig voru taugarnar þarna undir lokin? „Maður var náttúrulega vel stressaður og langaði að vinna leikinn. Mér fannst við fá á okkur dæmdar aukaspyrnur sem að við hefðum átt að fá eða var ekki neitt sem gaf þeim tvo til þrjá stórhættulega sénsa hér undir lokin. Það var ekkert að hjálpa okkur en strákarnir voru öflugir og kláruðu leikinn.“ Fram mætir Keflavík í gríðarlega mikilvægum leik í næstu umferð. Ragnar segir að sigurinn í dag gefi liðinu sjálfstraust og að það hafi verið gott að ná loksins í sigur. „Það er búið að vera lengi hjá okkur að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Það var það í dag og verður það líka í næstu viku. Auðvitað gefur þetta okkur mikið sjálfstraust sem við tökum með okkur. Alltaf gott þegar maður er búinn að tapa mörgum leikjum í röð að ná þremur stigum, það gefur okkur mikið. Við höldum okkar striki núna.“ Hallgrímur Ég hef engan áhuga á að tala um hann Það var þungt yfir Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, þegar hann mætti í viðtal strax eftir þetta svekkjandi tap.Vísir/Anton Brink Það var þungt yfir Hallgrími Jónassyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir þetta svekkjandi tap. „Ég er gríðarlega svekktur. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og lendum 1-0 undir en svo fannst mér seinni hálfleikur góður hjá okkur og við sköpuðum okkur mikið af færum. Mér vitandi áttum við að fá annað víti og nýttum ekki eitt dauðafæri. Svo fáum við mark á okkur á 90. mínútu eftir skyndisókn sem við hefðum átt að gera betur í. Svekkjandi niðurstaða, seinni hálfleikurinn mjög góður en svona er fótboltinn.“ KA byrjaði leikinn illa í dag en vann sig þó vel inn í hann og stýrði honum að mestu leyti í seinni hálfleik. Hallgrímur segir að sóknarleikur liðsins hafi verið mun betri í seinni hálfleik en á sama tíma hafi hann þurft að gera breytingar þar vegna meiðsla. „Við erum betur spilandi framarlega á vellinum, finnum réttu svæðin og tengjum betur saman. Síðan náttúrulega lítur út fyrir að það séu leikmenn að detta út hjá okkur og Daníel fær rautt spjald. Við þurftum að gera breytingar, bæði út af meiðslum og álagi.“ Það hefur verið mikið álag á KA í sumar og það mátti greinilega sjá í dag. Ívar Örn Árnason virtist vera mjög þjáður undir lok leiksins og fleiri leikmenn voru þreyttir. Hver er staðan á hópnum þessa stundina? „Hún er ekki frábær ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru sex dagar í næsta leik hjá okkur og við þurfum bara að hugsa vel um okkur og koma sterkari í hann.“ Daníel Hafsteinsson fékk sitt annað gula spjald í leiknum þegar hann sagði eitthvað við Pétur Guðmundsson. Veistu hvað gerðist þarna nákvæmlega? „Nei ég veit það ekki. Hann var þreyttur og svekktur og segir eitthvað og fær fyrir það sitt seinna gula spjald. Það er ekki gott og við þurfum að halda haus því við missum af þremur stigum hér í dag.“ Það er nú ljóst að það er ansi ólíklegt að KA nái að enda deildina meðal efstu sex liðanna. Á sama tíma er liðið komið í úrslit í Mjólkurbikarnum. Má reikna með að þið setjið allt ykkar púður núna í bikarinn? „Ég hef engan áhuga á að tala um hann (bikarúrslitaleikinn), við eigum þrjá leiki eftir áður en hann kemur. Við þurfum níu stig til að enda í topp sex og þau eru enn í pottinum og við þurfum bara að fókusera á næsta leik.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Fram
Fram og KA mættust í Úlfarsárdalnum í 20. umferð Bestu deildar karla nú í dag. Eftir afar spennandi og skemmtilegan leik fór svo að lokum að Fram vann afar mikilvægan 2-1 sigur þar sem sigurmarkið kom á 90. mínútu. Fram komst yfir á 23. mínútu þegar Fred skoraði með glæsilegu skoti. Tiago flengdi boltanum á Fred sem tók hann niður og fór ansi illa með Jakob Snæ áður en hann setti boltann alveg út við við stöng. Óverjandi fyrir Kristijan Jajalo í marki KA sem er sennilega ekki sáttur með varnarleikinn hjá sínum mönnum þarna. Framarar voru áfram skeinuhættir eftir þetta mark og spiluðu reglulega vel á köflum. Tiago var nálægt því að tvöfalda forystu heimamanna en skot hans sleikti stöngina. Það voru hins vegar gestirnir sem fengu besta færi hálfleiksins og það kom á loka mínútu uppbótatímans. Sveinn Margeir komst þá inn á teig og fann Hallgrím Mar sem var aleinn fyrir miðju marki en Ólafur Íshólm í marki Fram varði glæsilega frá honum. Staðan í hálfleik því 1-0 fyrir Fram. Seinni hálfleikur fór vel af stað og var Guðmundur Magnússon næstum búinn að koma fram í 2-0 þegar hann skallaði boltann í stöng snemma í hálfleiknum. Það dró hins vegar til tíðinda á 64. mínútu leiksins þegar Hallgrímur Mar fór niður í teignum eftir að varamaðurinn Ion Perelló Machi braut á honum. Hallgrímur fór sjálfur á punktinn og skoraði fram hjá Ólafi Íshólm sem var þó nálægt því að verja boltann. Eftir þetta mark voru gestirnir að norðan hættulegri aðili leiksins. Hallgrímur Mar fór illa með ákjósanlega stöðu seint í leiknum, í stað þess að skjóta sjálfur reyndi hann að finna samherja sem gekk ekki. Sveinn Margeir átti svo hörku skot á markið sem virtist vera á leiðinni í netið en Ólafur Íshólm sá við honum með magnaðri markvörslu. En Framarar gáfust ekki upp og á 90. mínútu tókst þeim að skora sigurmarkið. Fram sótti upp hægri vænginn þar sem Tryggvi Snær Geirsson náði að þræða boltann inn fyrir á Aron Jóhannsson sem gat lagt boltann á Jannik Holmsgaard en ákvað að skjóta sjálfur og tókst að setja boltann milli fóta Kristijan Jajalo, markvarðar KA og þaðan í netið. Daníel Hafsteinsson missti svo hausinn við þetta mark og lét einhver orð falla í garð Péturs Guðmundssonar sem ákvað í kjölfarið að gefa honum sitt seinna gula spjald. Ansi dýr mistök hjá Daníel. KA sóttu stíft síðustu mínúturnar en heimamönnum tókst að verjast öllu því sem á þá var hent og niðurstaðan í Úlfarsárdalnum því 2-1 fyrir Fram og fyrsti sigur Ragnars Sigurðssonar sem aðalþjálfara því staðreynd. Af hverju vann Fram? Síðustu 30 mínúturnar eða svo voru það gestirnir að norðan sem virtust vera líklegri til að ná þessu sigurmarki en því miður fyrir þá kom það ekki og í staðinn náðu þreyttir Framarar að koma boltanum í netið hér undir lokin. Heilt yfir spilaði Fram fínan leik og það sérstaklega fyrsta klukkutímann svo ég hugsa að Raggi Sig og hans lærisveinar gangi nú bara sáttir héðan í burtu. Hverjir stóðu upp úr? Aron Jóhannsson var frábær fyrir Fram. Hljóp úr sér lungun hér í kvöld og tókst að skora þetta mikilvæga sigurmark sem gæti reynst liðinu mjög dýrmætt. Fred og Tiago voru sömuleiðis mjög flottir í dag eins og svo oft áður fyrir Fram. Ólafur Íshólm átti svo nokkrar frábærar markvörslur í dag. Hvað gekk illa? Jafnvel þó KA hafi stýrt leiknum síðasta hálftímann eða svo þá var sóknarleikur liðsins afar bitlaus. Það kæmi mér ekki á óvart ef það væri komin ansi mikil þreyta í liðið en álagið hefur verið mikið á KA í sumar og hópurinn ekki sá stærsti. Hvað gerist næst? KA fær Stjörnuna í heimsókn næsta laugardag klukkan 16:00 á meðan Fram fer til Keflavíkur í sannkallaðan botnbaráttuslag. Leikur Keflavíkur og Fram fer fram 27. ágúst og hefst klukkan 17:00. Raggi Sig Þetta var baráttusigur fram í rauðan dauðann og við tökum því fagnandi Ragnar Sigurðsson stýrði Fram til sigurs.Vísir/Anton Brink Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, var að vonum glaður eftir sigurinn í dag sem hann segir að hafi verið mikill baráttusigur fyrir liðið. „Við erum náttúrulega bara glaðir. Þetta var erfitt í dag. Mér fannst við byrja þennan leik vel en mér fannst hann mjög kaflaskiptur út allan leikinn. Síðan áður en við skorum þetta sigurmark þá voru þeir töluvert líklegri til þess að skora. Þetta var baráttusigur fram í rauðan dauðann og við tökum því fagnandi.“ KA sótti stíft á Fram undir lok leiksins og reyndu allt hvað þeir gátu til að jafna leikinn. Hvernig voru taugarnar þarna undir lokin? „Maður var náttúrulega vel stressaður og langaði að vinna leikinn. Mér fannst við fá á okkur dæmdar aukaspyrnur sem að við hefðum átt að fá eða var ekki neitt sem gaf þeim tvo til þrjá stórhættulega sénsa hér undir lokin. Það var ekkert að hjálpa okkur en strákarnir voru öflugir og kláruðu leikinn.“ Fram mætir Keflavík í gríðarlega mikilvægum leik í næstu umferð. Ragnar segir að sigurinn í dag gefi liðinu sjálfstraust og að það hafi verið gott að ná loksins í sigur. „Það er búið að vera lengi hjá okkur að næsti leikur sé sá mikilvægasti. Það var það í dag og verður það líka í næstu viku. Auðvitað gefur þetta okkur mikið sjálfstraust sem við tökum með okkur. Alltaf gott þegar maður er búinn að tapa mörgum leikjum í röð að ná þremur stigum, það gefur okkur mikið. Við höldum okkar striki núna.“ Hallgrímur Ég hef engan áhuga á að tala um hann Það var þungt yfir Hallgrími Jónassyni, þjálfara KA, þegar hann mætti í viðtal strax eftir þetta svekkjandi tap.Vísir/Anton Brink Það var þungt yfir Hallgrími Jónassyni þegar hann mætti í viðtal strax eftir þetta svekkjandi tap. „Ég er gríðarlega svekktur. Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og lendum 1-0 undir en svo fannst mér seinni hálfleikur góður hjá okkur og við sköpuðum okkur mikið af færum. Mér vitandi áttum við að fá annað víti og nýttum ekki eitt dauðafæri. Svo fáum við mark á okkur á 90. mínútu eftir skyndisókn sem við hefðum átt að gera betur í. Svekkjandi niðurstaða, seinni hálfleikurinn mjög góður en svona er fótboltinn.“ KA byrjaði leikinn illa í dag en vann sig þó vel inn í hann og stýrði honum að mestu leyti í seinni hálfleik. Hallgrímur segir að sóknarleikur liðsins hafi verið mun betri í seinni hálfleik en á sama tíma hafi hann þurft að gera breytingar þar vegna meiðsla. „Við erum betur spilandi framarlega á vellinum, finnum réttu svæðin og tengjum betur saman. Síðan náttúrulega lítur út fyrir að það séu leikmenn að detta út hjá okkur og Daníel fær rautt spjald. Við þurftum að gera breytingar, bæði út af meiðslum og álagi.“ Það hefur verið mikið álag á KA í sumar og það mátti greinilega sjá í dag. Ívar Örn Árnason virtist vera mjög þjáður undir lok leiksins og fleiri leikmenn voru þreyttir. Hver er staðan á hópnum þessa stundina? „Hún er ekki frábær ef ég á að segja alveg eins og er. Það eru sex dagar í næsta leik hjá okkur og við þurfum bara að hugsa vel um okkur og koma sterkari í hann.“ Daníel Hafsteinsson fékk sitt annað gula spjald í leiknum þegar hann sagði eitthvað við Pétur Guðmundsson. Veistu hvað gerðist þarna nákvæmlega? „Nei ég veit það ekki. Hann var þreyttur og svekktur og segir eitthvað og fær fyrir það sitt seinna gula spjald. Það er ekki gott og við þurfum að halda haus því við missum af þremur stigum hér í dag.“ Það er nú ljóst að það er ansi ólíklegt að KA nái að enda deildina meðal efstu sex liðanna. Á sama tíma er liðið komið í úrslit í Mjólkurbikarnum. Má reikna með að þið setjið allt ykkar púður núna í bikarinn? „Ég hef engan áhuga á að tala um hann (bikarúrslitaleikinn), við eigum þrjá leiki eftir áður en hann kemur. Við þurfum níu stig til að enda í topp sex og þau eru enn í pottinum og við þurfum bara að fókusera á næsta leik.“
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti