„Svona alvarleg lögbrot þurfa að hafa afleiðingar“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 12:59 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR telur að viðbrögð Íslandsbanka hafi ekki verið fullnægjandi. Vísir/Vilhelm Alvarleg lögbrot við Íslandsbankaútboðið þurfa að hafa afleiðingar, segir formaður VR. Stjórn stéttarfélagsins hefur ákeðið að slíta milljarða viðskiptum við bankann og aðrir möguleikar en flutningur í annan banka eru til skoðunar. Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“ Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Stjórn VR hefur verið með það til skoðunar að slíta viðskiptum við Íslandsbanka frá því að fjármálaeftirlit Seðlabankans birti í sumar skýrslu sína um útboðið. Í henni kom fram að alvarleg lögbrot hefðu verið framin og að bankinn hefði meðal annars villt um fyrir bankasýslunni. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að eftir ítarlega skoðun telji stjórn félagsins að viðbrögð bankans hafi ekki verið fullnægjandi. „Það hafa ekki orðið nægilegar breytingar, bæði á stjórn og eru líka einhverjir þeirra starfsmanna sem komu að þessum lögbrötum enn við bankann. En fyrst og fremst snýst þetta um að svona alvarleg lögbröt, líkt og áttu sér stað við útboðið, þurfi að hafa afleiðingar.“ Samkvæmt heimildum fréttastofu var þó ekki einhugur um ákvörðunina innan stjórn VR. En Ragnar segir að ákvörðunin snúist bæði um traust og að draga ákveðna línu. „Við gerum þá kröfu til þeirra sem stjórna fjármálafyrirtækjum að þeir þekki leikreglurnar. Hvað má og hvað má ekki. Og þarna var ekki bara farið frjálslega með þær reglur heldur voru lög brotin.“ Milljarða viðskipti Ragnar Þór reiknar fastlega með því að stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna muni einnig skoða málið. Viðskipti stéttarfélagsins hjá bankanum hlaupa á milljörðum króna að sögn Ragnars. „Bæði það sem við erum með í eignastýringu í okkar sjóðum og sömuleiðis er rekstur stéttarfélaga mjög umfangsmikill í kringum sjúkrasjóði og félagssjóðinn.“ Ragnar segir að VR muni hefja vinnu við að leita tilboða frá öðrum bönkum en einnig skoða aðra möguleika. „Og þeir geta verið fleiri en að skipta um banka.“ Hvað áttu við? „Það sem ég við er að við þurfum að skoða alla möguleika. Það er kannski eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir og ég ætla ekki að upplýsa frekar um á þessari stundu.“
Salan á Íslandsbanka Stéttarfélög Fjármálamarkaðir Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira