Innlent

Reykurinn frá elds­voðanum í Hafnar­­firði úr lofti

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Myndbandið sýnir glöggt um hve mikinn reyk er að ræða.
Myndbandið sýnir glöggt um hve mikinn reyk er að ræða. Mynd/Landhelgisgæslan

Gríðar­legan reyk leggur nú upp frá elds­voða í iðnaðar­hús­næði á Hval­eyra­r­braut. Reykurinn sést víða á höfuð­borgar­svæðinu en slökkvi­lið vinnur enn að því að slökkva eldinn.

Þyrla Land­helgis­gæslunnar flaug yfir elds­voðann nú fyrir skemmstu. Í mynd­bandi hér fyrir neðan má sjá reykinn sem stígur upp af Hval­eyra­r­braut úr lofti. Slökkvilðið hefur sagt að slökkvi­störf muni taka tíma en eldurinn kom upp rétt fyrir klukkan eitt í dag.

Glögg­lega má sjá á mynd­bandi gæslunnar hvernig reykinn leggur yfir nær­liggjandi í­búa­byggð. Lög­regla hefur áður beðið íbúa í grenndinni um að loka gluggum vegna reyksins.

Þá hafa í­búar verið beðnir um að halda sig í fjar­lægð og gefa við­bragðs­aðilum rými á vett­vangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×