„Gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 12:31 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur segir sitt lið gera tilkall til þess að vera metið sem eitt af bestu liðum Íslandssögunnar. Víkingar eru búnir að stinga af á toppi Bestu deildarinnar og settu í gær nýtt stigamet í efstu deild karla. „Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“ Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
„Við töluðum um það í byrjun ágúst að þessi mánuður gæti orðið gjöfull fyrir okkur, við ætluðum okkur að komast í úrslit bikarkeppninnar og með því að klára okkar deildarleiki vissum við að staðan yrði mjög góð áður en úrslitakeppnin byrjaði,“ sagði Arnar í viðtali á Stöð 2 Sport eftir 4-0 sigur Víkings Reykjavíkur á Val í toppslag Bestu deildarinnar. Sigur Víkinga kemur þeim í ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar og þá er liðið búið að bæta stigametið í efstu deild, situr á toppnum með 53 stig og getur enn bætt í því tvær umferðir eru eftir af hinni hefðbundnu deildarkeppni. Þorkell Máni Pétursson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport í leiknum sagði við Arnar í beinni útsendingu í gær að honum fyndist að Víkingar ættu að biðja þjóðina afsökunar á því að gera mótið svona óspennandi. „Við þurfum að halda fókus og eigum Blikana næst og svo fram en frammistaða okkar í dag var frábær,“ svaraði Arnar. „Það er hægt að tala um flott mörk og allt það en varnarleikur okkar var geggjaður.“ „Ekki í mínum villtustu draumum“ Barst þá talið að árinu 2018 og rifjaði Þorkell Máni upp reynslu sína af Víkingum þá. Það er brjáluð stemning í stúkunni, bikarúrslitaleikur í fjórða skiptið í röð. Árið 2018 ferð þú í undirbúningstímabil með Víkingum sem var bara eitthvað djók. Þið voruð að tapa 7-0 þar sem liðið var leitt til slátrunar. Hugsaðirðu á einhverjum tímapunkti að fimm árum liðnum verð ég með langbesta liðið á Íslandi, búinn að slá stigametið og á leiðinni í bikarúrslit í fjórða skipti í röð? „Ekki í mínum villtustu draumum. Maður er bara auðmjúkur að fá að taka þátt í þessu. Frá 2018/2019 gerðist bara eitthvað í Víkinni. Þetta eru ekki bara þjálfarar og leikmenn, félagið í heild sinni kemur saman. Það er búið að virkja alla. Allt í einu eru allir Víkingar orðnir stoltir af félaginu sínu og þetta hefur verið frábær tími. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að við eigum séns á að vinna fimm titla á þremur árum, sex titla af níu mögulegum síðustu fimm ár. Þetta er bara ótrúlegt. Vísir/Hulda Margrét Eitt af fimm bestu liðum sögunnar Borist hefur í tal að núverandi lið Víkings Reykjavíkur sé að stimpla sig inn sem eitt af bestu liðum sögunnar, hvernig metur Arnar þá stöðu? „Við erum kannski eitt af fjórum, fimm bestu liðum sögunnar. Það eru FH lið, KR lið og Skagalið hjá Guðjóni Þórðar sem byrja þetta allt. Þá er einn þjálfari sem fær aldrei neitt kredit upp á Skaga og það er Hörður Helgason, hann gerði Skagann að tvöföldum meisturum tvö ár í röð. Það er afrek sem hefur aldrei verið leikið eftir. Það er fullt af svona flottum sögum þarna úti en af því að við erum í núinu þá man fólk bara fyrst og fremst eftir því sem er að gerast í dag. Við gerum tilkall í að vera eitt af sterkustu liðum sögunnar.“ Víkingar hafa verið magnaðir í árVísir/Anton Brink Víkingar með ellefu stiga forystu á toppi Bestu deildarinnar. Hvernig ætlar Arnar að halda leikmönnum á tánum? „Það er ekkert mál. Það er svo mikið hungur í þessum strákum, þeir vilja vera partur af þessari velgengni og það er hvergi slakað á. Mantran hjá okkur er bara sú að það sem var nógu gott í gær er bara ekki nægilega gott í dag og þannig á þetta að vera.“
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira