Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Jón Bjarni Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mygla Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun