Engin réttindi, engin þekking, engin ábyrgð Jón Bjarni Jónsson skrifar 21. ágúst 2023 20:31 Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Byggingariðnaður Húsnæðismál Mygla Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Um langa hríð hafa lekavandamál og mygla í íbúðarbyggingum verið áberandi umfjöllunarefni í fjölmiðlum. Haldnar hafa verið fjölmargar ráðstefnur og fundir auk þess sem nefndir hafa verið settar saman til að fjalla um þessi vandamál. Tekin hafa verið upp gæðakerfi, kröfur gerðar um vottun byggingarefna auk þess sem byggingareglugerð og mannvirkjalög hafa verið yfirfarin og bætt. Þrátt fyrir allar þessar ráðstafanir er veruleikinn sá að göllum í íbúðarbyggingum fækkar ekki. Þegar hafist er handa við byggingu íbúðarhúsnæðis eru þrír meginþættir sem þurfa að vera í lagi. Hönnun hússins þarf að vera í lagi, efnisval þarf að standast kröfur og síðast en ekki síst þurfa þeir sem byggja húsið, þeir sem vinna handverkið, að kunna til verka. Bygging íbúðarhúsnæðis er ekki færibandavinna. Algengast er að verið sé að vinna að útfærslum og lausnum á ýmsum frágangi byggingahluta nánast fram á skiladag verksins. Það er fyrir vikið lykilatriði að hönnuðir, efnissalar og iðnaðarmenn eigi í virku samtali á byggingatímanum og miðli sérþekkingu sín á milli. Slík samvinna hefur reynst best til að tryggja að verkið standi undir þeim kröfum sem settar eru fram í lögum og reglugerðum. Engin viðurlög Lögum samkvæmt má enginn hanna íbúðarbyggingu nema hafa til þess menntun. Hafi viðkomandi ekki menntun fást teikningar ekki samþykktar og byggingarleyfi er ekki gefið út. Að sama skapi þurfa byggingavörur að vera vottaðar. Samkvæmt lögum um byggingavörur má leggja dagsektir upp að hálfri milljón á efnissala sem selur byggingavörur sem ekki standast kröfur. Þess vegna er töluvert hagsmunamál fyrir efnissala að gæta þess að varan sem verið er að selja, standist kröfur. Lög kveða jafnframt á um að enginn megi vinna iðnaðarstörf án þess að hafa lokið tilskyldu iðnnámi. Sá munur er hins vegar á þeim lögum – og lögum um byggingarvörur – að viðurlögin við brotum eru engin. Í raun getur verktaki fengið hvern sem er í verkið án þess að það hafi afleiðingar fyrir annan en kaupanda verksins/hússins. Kaupendur eiga að geta treyst Það er opinbert leyndarmál að fjölmörg íbúðarhús eru byggð af starfsfólki sem hefur engin réttindi – og það sem verra er; hvorki kunnáttu né þekkingu til að sinna þeim fjölmörgu verkþáttum sem þurfa að vera í lagi til að íbúðarhúsnæði standist kröfur. Kröfur sem væntanlegir kaupendur eiga að geta treyst að séu uppfylltar. Vegna kunnáttuleysis eru þessir starfsmenn einnig óhæfir til að vinna í faglegu samstarfi við hönnuði og efnissala, þar sem þeir vita ekki hvernig frágangi verkanna skal vera háttað. Brýn þörf er á því að taka á þessum vanda. Koma þarf í veg fyrir að starfsmenn án þekkingar og kunnáttu, vinni iðnaðarstörf og valdi þannig grandalausum kaupendum íbúðarhúsnæðis – og samfélaginu öllu – ómældum skaða. Skilaboð löggjafans virðast vera þau að það sé mikilvægt að byggingarefni standist kröfur – þess vegna eru sett sektarákvæði – en það skipti engu máli hvort þeir sem vinna með efnið hafi til þess þekkingu eða kunnáttu. Að mati undirritaðs má rekja stóran hluta lekavandamála í byggingum til þessa. Á meðan engin viðurlög eru við lögbrotunum, þá mun þetta ekki breytast. Próflaus maður stöðvaður Fyrir nokkrum dögum var frétt um að kínverskur ökumaður hafi verið stöðvaður af lögreglu án ökuréttinda. Hann fór ekki lengra á bílnum. Ef það er vilji til að fækka göllum í byggingum, þar á meðal leka- og mygluvandamálum í íbúðarhúsnæði þá verðum við að taka upp svipuð úrræði gagnvart réttindalausum starfsmönnum í byggingavinnu, þ.e. það þarf að stöðva þeirra vinnu samstundis. Afleiðingar rangs frágangs t.d. á þaki, sem verið er að loka í dag, koma jafnvel ekki í ljós fyrr en eftir einhver ár og þá með ærnum kostnaði fyrir þann sem þá á eignina. Það er einfalt að taka á þessu, en það kostar vinnu, vilja og viðurlög. Höfundur er formaður Byggiðnar – félags byggingamanna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun