Slökkviliðið hefði tekið húsið fyrir í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 22. ágúst 2023 10:55 Birgir Finnsson er starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Sigurjón Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefði gert úttekt á húsinu á Hvaleyrarbraut sem brann á sunnudag núna í haust. Starfandi slökkviliðsstjóri telur íbúum í ósamþykktum íbúðum í iðnaðarhúsnæði hafa fjölgað síðustu ár. Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir. Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Í október árið 2021 greindi slökkviliðið frá því að það væri á leið í átak hvað varðar kortlagningu búsetu fólks í atvinnuhúsnæði. Var farið inn í hvert einasta atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu og skráð niður hvar væri búseta svo tryggja mætti öryggi þeirra sem búa í slíku húsnæði. Lauk þeirri skoðun síðan veturinn 2022. Var þá kominn listi sem teymi innan slökkviliðsins hefur unnið sig í gegnum síðan þá. Var húsnæðið á Hvaleyrarbraut sem brann síðastliðinn sunnudag á þeim lista. Íbúum í óleyfisbúsetu fjölgi Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir að stutt hafi verið í að ráðast átti í úttekt á húsinu. Þá sé listinn lifandi og enn sé iðnaðarhúsnæði með óleyfisbúsetu að fjölga. Spilar húsnæðisskortur á höfuðborgarsvæðinu inn í það. „Þetta hús er eitt þeirra sem við ætluðum að fara að vinna í og hefði verið tekið fyrir núna í haust. En því miður hafði því ekki verið, það var ekki núna fyrr en í haust en því miður hafði því ekki verið, það var ekki fyrr en núna í haust sem það hefði verið á listanum. Og þess vegna fór sem fór,“ segir Birgir. Klippa: Ekkert breyst frá Bræðraborgarstígsmálinu Tekur nokkra mánuði Ferlið frá því að úttektin hefst og þar til allir eru fluttir út tekur þó alla jafna nokkra mánuði. Birgir segir það ekki vera þannig að slökkviliðsmenn og lögregla mæti og hendi fólkinu út án alls fyrirvara. „Okkur hefur ekki hugnast það því þó fólk búi við aðstæður sem við teljum að séu ekki nægilega góðar, þá vitum við alla veganna af fólkinu þar. Ef við mætum með einhverju offorsi og lokum, lendir það jafnvel á verri stöðum. Lendir á götunni eða verri stað í búsetu. Þannig við höfum fundið þá leið að fara með upplýsingar og ræða við fólk í húsnæðinu. Gefa ákveðinn frest til þess að það geti fundið sér annan stað,“ segir Birgir. Gagnrýna megi fyrirkomulagið Hann segir að í alvarlegum tilvikum hafi rýmingin verið framkvæmd á skemmri tíma, undir mánuði. Þá megi alveg gagnrýna fyrirkomulag slökkviliðsins. „Spyrja sig hvort fólk sem býr í atvinnuhúsnæði þar sem aðstæður eru ekki góðar að það skuli ekki fara út strax. En við þurfum aðeins að sýna þeim skilning í þeim málum og þeirri húsnæðisleit sem þau þurfa að fara í,“ segir Birgir.
Hafnarfjörður Bruni á Hvaleyrarbraut Slökkvilið Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira