Varðskipin seld til Grikklands: „Það varð enginn feitur af því“ Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2023 17:32 Ægir er einn eftir við Skarfabakka eftir að Tý var siglt á brott í gær. Vísir/Vilhelm Varðskipinu Tý var siglt úr landi í gær og Ægir verður að öllum líkindum dreginn burt á næstu vikum. Grískur maður keypti skipin í lok júní. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi þegar Tý var siglt frá höfn við Skarfabakka, sennilega í hinsta sinn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, félagsins sem keypti skipin tvö síðasta sumar fyrir 51 milljón króna, segir í samtali við Vísi að skipin hafi verið seld þann 30. júní síðastliðinn. Hann segir að kaupandinn sé grískur einstaklingur, þó að skipi hafi verið keypt af félagi eins og venjan er í skipaviðskiptum. Hann segist ekki búa yfir upplýsingum um það hvað kaupandinn ætli að gera við skipin en viti þó að hann sé í skipaútgerð. Friðrik telur líklegt að kaupandinn muni endurbyggja skipin. Hann segir að Ægir liggi enn við Skarfabakka og að kaupandinn muni að öllum líkindum þurfa að senda dráttarbát á eftir honum. Það verði sennilega í september, enda vilji menn ekki draga skip til Grikklands yfir hávetur. Útheimti tíma og kostnað Margir ráku upp stór augu síðasta sumar þegar greint var frá því að Fagur hefði keypt varðskipin tvö á aðeins 51 milljón króna. Spurður út í söluverðið vildi Friðrik ekki gefa upp nákvæma tölu. „Þetta tók tíma og það var kostnaður og vesen. Þannig að það varð enginn feitur af því,“ segir hann. Grikkland Landhelgisgæslan Þorskastríðin Reykjavík Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira
Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi þegar Tý var siglt frá höfn við Skarfabakka, sennilega í hinsta sinn. Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Fagurs, félagsins sem keypti skipin tvö síðasta sumar fyrir 51 milljón króna, segir í samtali við Vísi að skipin hafi verið seld þann 30. júní síðastliðinn. Hann segir að kaupandinn sé grískur einstaklingur, þó að skipi hafi verið keypt af félagi eins og venjan er í skipaviðskiptum. Hann segist ekki búa yfir upplýsingum um það hvað kaupandinn ætli að gera við skipin en viti þó að hann sé í skipaútgerð. Friðrik telur líklegt að kaupandinn muni endurbyggja skipin. Hann segir að Ægir liggi enn við Skarfabakka og að kaupandinn muni að öllum líkindum þurfa að senda dráttarbát á eftir honum. Það verði sennilega í september, enda vilji menn ekki draga skip til Grikklands yfir hávetur. Útheimti tíma og kostnað Margir ráku upp stór augu síðasta sumar þegar greint var frá því að Fagur hefði keypt varðskipin tvö á aðeins 51 milljón króna. Spurður út í söluverðið vildi Friðrik ekki gefa upp nákvæma tölu. „Þetta tók tíma og það var kostnaður og vesen. Þannig að það varð enginn feitur af því,“ segir hann.
Grikkland Landhelgisgæslan Þorskastríðin Reykjavík Mest lesið Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Viðskipti innlent Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Sjá meira