Messi búinn að koma Inter Miami í annan úrslitaleik: Hetja án þess að skora Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 08:00 Lionel Messi fagnar marki hjá Inter Miami í nótt. Getty/Andy Lyons Lionel Messi skoraði reyndar ekki í nótt en hann var samt aðalmaðurinn þegar lið hans Inter Miami tryggði sér sæti í öðrum úrslitaleiknum á tímabilinu eftir að sá argentínski gekk til liðs við félagið. Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Inter Miami vann FC Cincinnati 5-4 í vítakeppni eftir að liðið höfðu gert 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum. Þetta var undanúrslitaleikur Opnu bandarísku bikarkeppninnar, U.S. Open Cup. Messi var búinn að skora í fyrstu sjö leikjum sínum með Inter, samtals tíu mörk, en hann náði ekki að skora í þessum leik. Messi Campana to put us on the board! #CINvMIA | 2-1 pic.twitter.com/We41VuhFYs— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Argentínski snillingurinn sýndi hins vegar mikilvægi sitt á úrslitastund í þessum leik. Inter lenti 2-0 undir í leiknum eftir tæplega klukkutíma leik og útlitið var ekki bjart. Messi kom til bjargar og átti tvær stoðsendingar á hausinn á Leonardo Campana sem skoraði tvívegis og jafnað leikinn. Campana skoraði fyrst á 68. mínútu og svo aftur á sjöundu mínútu í uppbótatíma. Inter komst yfir í framlengingunni með marki Josef Martínez en Cincinnati náði að jafna og tryggja sér vítakeppni. Otro más de Leo para Leo en el minuto 97! pic.twitter.com/5n5JMsjS1T— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023 Inter vann vítakeppnina 5-4 þar sem Messi nýtti sína vítaspyrnu og markvörðurinn Drake Callender var hetjan með því að verja eitt víti Cincinnati manna. Þetta var önnur vítakeppnin sem Inter vinnur á fjórum dögum en liðið vann deildabikarinn um síðustu helgi eftir vító. Miami spilar nú annan úrslitaleik en hann verður á móti Houston Dynamo 27. september næstkomandi. Messi er búinn að spila átta bikar- eða deildabikarleiki með Miami liðinu og í þeim er hann með tíu mörk og þrjár stoðsendingar. Við bíðum aftur á móti enn eftir fyrsta leik hans í MLS-deildinni. NEXT STOP: @opencup FINAL pic.twitter.com/D197g1rTRM— Inter Miami CF (@InterMiamiCF) August 24, 2023
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn