Andri Heiðar í eigendahóp Frumtaks Ventures Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2023 08:07 Andri Heiðar verður fjárfestingastjóri Frumtaks Ventures. Frumtak Ventures Andri Heiðar Kristinsson kemur inn í hóp eigenda Frumtak Ventures og verður fjárfestingastjóri. Undanfarið hefur hann starfað sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands í fjármála- og efnahagsráðuneytinu Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“ Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Í tilkynningu um vistaskiptin segir að Andri Heiðar muni gegna lykilhlutverki í frekari uppbyggingu Frumtaks sem leiðandi fjárfestis í sprota- og vaxtarfyrirtækjum, sem byggja á íslensku hugviti og nýsköpun. Hann muni leiða nýjar fjárfestingar Frumtaks ásamt því að styðja við og fylgja eftir fyrri fjárfestingum félagsins með núverandi eigendum. Hann hefur störf í nóvember næstkomandi. Frumtak hefur frá stofnun rekið þrjá vísisjóði sem hafa fjárfest í 35 fyrirtækjum fyrir um tíu milljarða króna. Þar á meðal eru fyrirtæki á borð við Controlant, Sidekick Health, 50skills, Meniga, Sportabler og Tulipop auk fjölmargra annarra. Vítæk reynsla af nýsköpun Andri Heiðar býr að tveggja áratuga reynslu í nýsköpun, tækni og stafrænni þróun bæði á Íslandi og úr Kísildalnum í Bandaríkjunum þar sem hann bjó og starfaði í sex ár. Andri kemur til Frumtaks úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem hann starfar sem framkvæmdastjóri Stafræns Íslands og hefur leitt stafræna umbreytingu íslenska ríkisins undanfarin ár. Áður var Andri Heiðar þróunarstjóri hjá LinkedIn í San Francisco og stofnandi sprotafyrirtækisins Travelade ásamt því að hafa verið stofnandi Innovit (nú Klak Icelandic Startups) og frumkvöðlakeppninnar um Gulleggið fyrir um 15 árum síðan. Andri Heiðar þekkir því umhverfi sprotafyrirtækja og tækni einstaklega vel. Þá er Andri Heiðar englafjárfestir í yfir 25 sprotafyrirtækjum og hefur setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja á borð við Meniga, PaxFlow, Farice og Vínklúbbsins. Andri Heiðar er með B.Sc. í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá Stanford Háskóla. Íslenskt hugvit eigi mikið inni „Ég er mjög spenntur að geta lagt mitt af mörkum til að íslensk sprotafyrirtæki komist í fremstu röð í heiminum og nýta mína reynslu og tengslanet úr Kísildalnum og hér heima. Íslensk nýsköpunarfyrirtæki á borð við Controlant, Kerecis og fjölmörg önnur hafa náð glæsilegum árangri undanfarið en ég tel að íslenskt hugvit eigi mikið inni og sé rétt að byrja að springa út og blómstra. Það eru því sannarlega mikil tækifæri framundan. Markmið okkar í Frumtaki er að fjárfestingar okkar skili sér margfalt til baka og standist samanburð við ávöxtun hjá fremstu vísisjóðum (e. Venture capital) í heimi sem ég þekki vel til frá tíma mínum í Bandaríkjunum,“ er haft eftir Andra Heiðari í tilkynningu. Þá er haft eftir Svönu Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra Framtaks Ventures, að það sé frábært að fá Andra Heiðar til liðs við félagsins. Eigendur séu sannfærðir um að yfirgripsmikil reynsla hans og þekking muni reynast þeim og félögunum í eignasafni Frumtakssjóðanna ómetanleg við frekari uppbyggingu og vöxt. „Andri Heiðar hefur víðtæka reynslu af fjárfestingum í nýsköpun bæði hérlendis og erlendis og hefur gegnt lykilhlutverki í uppbyggingu frumkvöðlasamfélagsins hér á landi. Við höfum átt ánægjulegt samstarf um árabil og hlökkum til að sameina nú kraftana. Við deilum þeirri framtíðarsýn að fjárfestingar í íslensku hugviti og tækni séu grundvöllur verðmætasköpunar sem mun stuðla að sjálfbærum hagvexti til lengri tíma og verði undirstaða áframhaldandi hagsældar á Íslandi.“
Vistaskipti Nýsköpun Tækni Stjórnsýsla Mest lesið Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Stranger Things hallærislegast en viðurkennir að horfa aftur og aftur Atvinnulíf Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira