Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:47 Stuðningsmenn Trumps segja að þau vilji að hann sjái að hann njóti stuðnings þeirra. AP/Mike Stewart Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld. Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Trump var ákærður í Georgíu fyrr í mánuðinum vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. Þó þetta sé fjórða ákæran og Trump hafi þurft að gefa sig fram þrisvar áður, verður þetta í fyrsta sinn sem svokölluðu fangamynd verður tekin af honum og birt opinberlega. Fyrr í vikunni hafa slíkar myndir birst af Rudy Guiliani, fyrrverandi einkalögmanni Trumps, og öðrum bandamönnum forsetans fyrrverandi. Mark Meadows, fyrrverandi skrifstofustjóri Hvíta hússins, gaf sig fram á sjöunda tímanum í dag. Pat Labat, fógeti, segir að komið verði fram við Trump eins og alla aðra sakborninga. Trump og átján aðrir voru ákærðir af héraðssaksóknaranum Fani Willis. Þau voru ákærð á grunni RICO-laganna svokölluðu en þau voru upprunalega sett til að auðvelda yfirvöldum að berjast gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nokkrir af þeim sem eru ákærðir eru sakaðir um að hafa reynt að stela kjörgögnum og eiga við kosningavélar. Willis hefur lagt til að réttarhöldin hefjist í mars. AP fréttaveitan segir að stuðningsmönnum Trumps við fangelsið í Fulton-sýslu hafi fjölgað mjög í dag. Í samtali við fréttaveituna hafa stuðningsmenn Trumps haldið því fram að verið sé að koma fram við hann af mikilli ósanngirni. Þau sögðu meðal annars að ákærurnar væru pólitísks eðlis. Fólkið sagði einnig að ákærurnar hefðu aukið stuðning þeirra við Trump. Andstæðingar Trumps hafa einnig komið saman við fangelsið. Mótmælendur eru einnig búnir að koma saman við fangelsið í Fulton-sýslu.AP/Ben Gray Trump birti nú fyrir skömmu svokallaðan „sannleik“ á samfélagsmiðli sínum Truth Social, þar sem hann heldur því fram að viðtal hans hjá Tucker Carlson sem sýnt var á X, sem áður hét Twitter, hafi fengið tvöfalt meira áhorf en Ofurskálin. Þá bætir hann við að hann þurfi að fara til Atlanta þar sem hann verði handtekinn. Í færslunni kallar hann Willis lúsablesa og segir að hann verði handtekinn klukkan 19:30 að staðartíma. Það er klukkan hálf tólf í kvöld, að íslenskum tíma.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14 Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09 Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Flestir frambjóðendur myndu styðja Trump þrátt fyrir sakfellingu Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi. 24. ágúst 2023 10:14
Starfsmaður Trumps dró framburð sinn til baka eftir að hann skipti um lögmann Starfsmaður í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi Donalds Trump í Flórída, dró vitnisburð sinn í einu af fjórum sakamálum gegn Trump til baka. Það gerði hann eftir að hann skipti um lögmann og hefur hann bendlað Trump og tvo aðstoðarmenn hans við að reyna að hindra framgang réttvísinnar. 22. ágúst 2023 23:09
Gert að greiða tuttugu og sex milljónir króna í tryggingu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun þurfa að greiða tvö hundruð þúsund dali í tryggingu til að komast hjá því að sitja í fangelsi vegna ákæra gegn honum í Fulton-sýslu í Georgíu. Hann var ákærður í Georgíu í síðustu viku vegna tilrauna hans til að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu en það var í fjórða sinn á þessu ári sem Trump var ákærður. 21. ágúst 2023 20:38
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent