Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 3-2 | Gyrðir hetja FH-inga Andri Már Eggertsson skrifar 26. ágúst 2023 19:40 Gyrðir Hrafn var hetja FH-inga Vísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa verið undir í hálfleik sneru FH-ingar taflinu við og unnu Val 3-2. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og breytti leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk. Það var margt sem vakti athygli í byrjunarliðum beggja liða. Vegna meiðsla Sindra Kristins var Daði Freyr Arnarson í markinu. Hjá Val var Sveinn Sigurður Jóhannesson í markinu í stað Frederik Schram sem var líka meiddur. Kristinn Freyr í baráttunni við Grétar SnæVísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Ægir Pálsson sem var í stóru hlutverki í upphafi móts var ekki valinn í leikmannahóp Vals og á tímabilinu hefur hann skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðstæður voru ansi erfiðara á Kaplakrikavelli í dag. Það var mikil rigning og hafði ringt í allan dag. Völlurinn minnti á sundlaug sem gerði liðunum ansi erfitt fyrir að spila boltanum sín á milli. Mynd sem lýsir aðstæðunum vel Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var með ólíkindum að staðan hafi verið markalaus eftir fyrstu fimmtán mínúturnar. Valur fékk þrjú dauðafæri en misnotaði þau öll. Daði Freyr Arnarson varði frábærlega bæði frá Patrick Pedersen og Tryggva Hrafni sem slapp einn í gegn. Davíð Snær Jóhannsson braut ísinn á 23. mínútu þegar hann nýtti sér skelfileg mistök Hólmars Arnars Eyjólfssonar sem átti skelfilega sendingu til baka á Svein Sigurð sem fékk hins vegar aldrei boltann þar sem boltinn stoppaði í polli og Davíð var fyrstur að átta sig á því og slapp einn í gegn og skoraði. Davíð Snær Jóhannsson skoraði fyrsta mark FHVísir/Pawel Cieslikiewicz Tveimur mínútum síðar jafnaði Kristinn Freyr Sigurðsson metin. Birkir Már átti frábæra sendingu sem Patrick skallaði á markið en Daði varði og þar datt boltinn beint fyrir Kristinn Frey sem skoraði. Patrick var síðan aftur á ferðinni þegar hann kom Val yfir á 34. mínútu. Patrick stangaði hornspyrnu Arons Jóhannssonar í markið og Daði Freyr kom engum vörnum við. Valsmenn fagna markiVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur var 1-2 yfir í fjörugum fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn. Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik nýtti Gyrðir sér mistök Sveins Sigurðar sem var allt of lengi með boltann og áður en hann kom boltanum frá tæklaði Gyrðir boltann í markið. Aron Jóhannsson að fá gula spjaldið Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ellefu mínútum síðar skoraði Gyrðir sitt annað mark. Ólafur Guðmundsson átti langa sendingu sem fór í gegnum alla leikmenn Vals og Gyrðir komst einn í gegn þar sem hann kláraði færið afar vel. Fleiri urðu mörkin ekki og FH vann 3-2. Arnór Borg Guðjohnsen í boltanumVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann FH? Daði Freyr Arnarsson, markmaður FH, sá til þess að Valur var aðeins einu marki yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik voru heimamenn töluvert betri og unnu verðskuldað 3-2. Hverjir stóðu upp úr? Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og fór á kostum. Það tók Gyrði aðeins korter að skora tvö mörk. Fyrst nýtti Gyrðir sér mistök Sveins og tæklaði boltann í markið en seinna markið var afar vel klárað þar sem hann slapp einn í gegn. Þrátt fyrir að vera ekki fastamaður í FH hefur Gyrðir skorað sex mörk í Bestu-deildinni. Patrick Pedersen var frábær í fyrri hálfleik. Patrick fékk fullt af færum og það var með ólíkindum að hann hafi aðeins skorað eitt mark. Patrick átti síðan stóran þátt í fyrsta marki Vals þar sem Kristinn skoraði eftir að Daði Freyr varði skalla Patricks. Eftir laglegan fyrri hálfleik sást Patrick ekki í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Valur gaf FH tvö mörk sem var ansi dýrt. Fyrst átti Hólmar ömurlega sendingu til baka þar sem boltinn stoppaði í polli og síðan var Sveinn Sigurður allt of lengi að koma boltanum frá sér sem endaði með að Gyrðir tæklaði boltann inn. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn mætast FH og KA í frestuðum leik klukkan 17:30. Næsta sunnudag mætast Valur og HK klukkan 14:00. „Adam var utan hóps í dag og það er ekkert meira um það að segja“ Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 3-2 tap gegn FH. „Mér fannst við spila mjög flottan fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður. Við gáfum þeim mark í fyrri hálfleik en við sköpuðum mikið og vorum kraftmiklir og stjórnuðum leiknum. Við ætluðum að að gera það sama í seinni hálfleik en fengum á okkur skítamark sem var nákvæmlega eins og í fyrri hálfleik og það var dýrt en leikurinn var ekki búinn,“ sagði Arnar Grétarsson í viðtali eftir leik. Aðstæður voru mjög erfiðar þar sem völlurinn var þungur og boltinn stoppaði reglulega í polli. Arnari taldi þó sína menn ekki vera ver undirbúna fyrir aðstæðurnar. „Ég held að það sé ekkert hægt að undirbúa sig fyrir svona aðstæður. Við sáum að völlurinn var blautur og það var talað um það fyrir leik að passa að gefa ekki til baka á markmann. Ég held að völlurinn hafi verri í seinni hálfleik þar sem markmaðurinn var og við töluðum ítrekað um að passa að setja boltann upp frekar en að taka áhættur.“ Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var óvænt ekki í hóp en Arnar vildi ekki ræða hvers vegna hann tók þá ákvörðun. „Ég ætla ekki út í það. Þjálfarar velja það lið sem þeir hafa trú á og í dag var hann utan hóps og það er ekkert um það að segja.“ Besta deild karla FH Valur
Eftir að hafa verið undir í hálfleik sneru FH-ingar taflinu við og unnu Val 3-2. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og breytti leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk. Það var margt sem vakti athygli í byrjunarliðum beggja liða. Vegna meiðsla Sindra Kristins var Daði Freyr Arnarson í markinu. Hjá Val var Sveinn Sigurður Jóhannesson í markinu í stað Frederik Schram sem var líka meiddur. Kristinn Freyr í baráttunni við Grétar SnæVísir/Pawel Cieslikiewicz Adam Ægir Pálsson sem var í stóru hlutverki í upphafi móts var ekki valinn í leikmannahóp Vals og á tímabilinu hefur hann skorað átta mörk og gefið fimm stoðsendingar. Aðstæður voru ansi erfiðara á Kaplakrikavelli í dag. Það var mikil rigning og hafði ringt í allan dag. Völlurinn minnti á sundlaug sem gerði liðunum ansi erfitt fyrir að spila boltanum sín á milli. Mynd sem lýsir aðstæðunum vel Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var með ólíkindum að staðan hafi verið markalaus eftir fyrstu fimmtán mínúturnar. Valur fékk þrjú dauðafæri en misnotaði þau öll. Daði Freyr Arnarson varði frábærlega bæði frá Patrick Pedersen og Tryggva Hrafni sem slapp einn í gegn. Davíð Snær Jóhannsson braut ísinn á 23. mínútu þegar hann nýtti sér skelfileg mistök Hólmars Arnars Eyjólfssonar sem átti skelfilega sendingu til baka á Svein Sigurð sem fékk hins vegar aldrei boltann þar sem boltinn stoppaði í polli og Davíð var fyrstur að átta sig á því og slapp einn í gegn og skoraði. Davíð Snær Jóhannsson skoraði fyrsta mark FHVísir/Pawel Cieslikiewicz Tveimur mínútum síðar jafnaði Kristinn Freyr Sigurðsson metin. Birkir Már átti frábæra sendingu sem Patrick skallaði á markið en Daði varði og þar datt boltinn beint fyrir Kristinn Frey sem skoraði. Patrick var síðan aftur á ferðinni þegar hann kom Val yfir á 34. mínútu. Patrick stangaði hornspyrnu Arons Jóhannssonar í markið og Daði Freyr kom engum vörnum við. Valsmenn fagna markiVísir/Pawel Cieslikiewicz Valur var 1-2 yfir í fjörugum fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og var ekki lengi að stimpla sig inn. Þegar tæplega fjórar mínútur voru liðnar af seinni hálfleik nýtti Gyrðir sér mistök Sveins Sigurðar sem var allt of lengi með boltann og áður en hann kom boltanum frá tæklaði Gyrðir boltann í markið. Aron Jóhannsson að fá gula spjaldið Vísir/Pawel Cieslikiewicz Ellefu mínútum síðar skoraði Gyrðir sitt annað mark. Ólafur Guðmundsson átti langa sendingu sem fór í gegnum alla leikmenn Vals og Gyrðir komst einn í gegn þar sem hann kláraði færið afar vel. Fleiri urðu mörkin ekki og FH vann 3-2. Arnór Borg Guðjohnsen í boltanumVísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann FH? Daði Freyr Arnarsson, markmaður FH, sá til þess að Valur var aðeins einu marki yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik voru heimamenn töluvert betri og unnu verðskuldað 3-2. Hverjir stóðu upp úr? Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og fór á kostum. Það tók Gyrði aðeins korter að skora tvö mörk. Fyrst nýtti Gyrðir sér mistök Sveins og tæklaði boltann í markið en seinna markið var afar vel klárað þar sem hann slapp einn í gegn. Þrátt fyrir að vera ekki fastamaður í FH hefur Gyrðir skorað sex mörk í Bestu-deildinni. Patrick Pedersen var frábær í fyrri hálfleik. Patrick fékk fullt af færum og það var með ólíkindum að hann hafi aðeins skorað eitt mark. Patrick átti síðan stóran þátt í fyrsta marki Vals þar sem Kristinn skoraði eftir að Daði Freyr varði skalla Patricks. Eftir laglegan fyrri hálfleik sást Patrick ekki í seinni hálfleik. Hvað gekk illa? Valur gaf FH tvö mörk sem var ansi dýrt. Fyrst átti Hólmar ömurlega sendingu til baka þar sem boltinn stoppaði í polli og síðan var Sveinn Sigurður allt of lengi að koma boltanum frá sér sem endaði með að Gyrðir tæklaði boltann inn. Hvað gerist næst? Á miðvikudaginn mætast FH og KA í frestuðum leik klukkan 17:30. Næsta sunnudag mætast Valur og HK klukkan 14:00. „Adam var utan hóps í dag og það er ekkert meira um það að segja“ Arnar Grétarsson á hliðarlínunni í dagVísir/Pawel Cieslikiewicz Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, var svekktur eftir 3-2 tap gegn FH. „Mér fannst við spila mjög flottan fyrri hálfleik við erfiðar aðstæður. Við gáfum þeim mark í fyrri hálfleik en við sköpuðum mikið og vorum kraftmiklir og stjórnuðum leiknum. Við ætluðum að að gera það sama í seinni hálfleik en fengum á okkur skítamark sem var nákvæmlega eins og í fyrri hálfleik og það var dýrt en leikurinn var ekki búinn,“ sagði Arnar Grétarsson í viðtali eftir leik. Aðstæður voru mjög erfiðar þar sem völlurinn var þungur og boltinn stoppaði reglulega í polli. Arnari taldi þó sína menn ekki vera ver undirbúna fyrir aðstæðurnar. „Ég held að það sé ekkert hægt að undirbúa sig fyrir svona aðstæður. Við sáum að völlurinn var blautur og það var talað um það fyrir leik að passa að gefa ekki til baka á markmann. Ég held að völlurinn hafi verri í seinni hálfleik þar sem markmaðurinn var og við töluðum ítrekað um að passa að setja boltann upp frekar en að taka áhættur.“ Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var óvænt ekki í hóp en Arnar vildi ekki ræða hvers vegna hann tók þá ákvörðun. „Ég ætla ekki út í það. Þjálfarar velja það lið sem þeir hafa trú á og í dag var hann utan hóps og það er ekkert um það að segja.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti