Vildi pening frá foreldrum sínum og hótaði ítrekað að drepa þá Árni Sæberg skrifar 25. ágúst 2023 15:19 Lögregla hefur ítrekað haft afskipti af manninum. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi vegna gruns um að hann hafi framið margvísleg hegningarlagabrot. Flest brotin snúa að meintu ofbeldi og hótunum í garð foreldra hans. Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Í greinargerð Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sem fór fram á gæsluvarðhaldið, segir að lögregla hafi verið kölluð til að heimili foreldra mannsins þann 19. ágúst vegna heimilisofbeldis. Þar hafi maðurinn kvartað undan því við foreldra sína að þeir veittu honum ekki fjárhagslegan stuðning og hafi hann hrint móður sinni á hillu og slegið hana í andlitið. Hafi hann í kjölfarið staðið yfir föður sínum með skæri og hótað að stinga hann og drepa hann. Hann hafi loks farið af vettvangi þegar faðir hans lofaði að leggja inn á hann pening. „Er lögregla leitaði að kærða barst neyðarlínu símtal frá kærða þar sem hann hótaði foreldrum sínum og lögreglu og talaði um fjöldamorð. Var [maðurinn] handtekinn á heimili sínu skömmu síðar. Kom þar í ljós kannabisræktun með 58 plöntum. Kærði gekkst við því í skýrslutöku að hafa ýtt mömmu sinni og að hafa hótað foreldrum sínum og lögreglunni í samtali við neyðarlínuna. Ekki tókst að ljúka skýrslutökuni þar sem kærði hóf að öskra og kýldi í tölvu lögreglu. Kvaðst hann ítrekað ætla að drepa foreldra sína,“ segir í dóminum. Þá hafi maðurinn hrækt í andlit og bæði augu lögreglumanns þegar hann var fluttur á lögreglustöð. Að mati lögreglustjóra sé maðurinn undir rökstuddum grun um brot gegn valdstjórninni, brot í nánu sambandi og hótunarbrot. Sex mál til viðbótar í kerfinu Auk framangreindra mála tveggja er maðurinn með sex opin mál í kerfum lögreglu framin frá 14. apríl síðastliðnum. Þann fjórtanda apríl er maðurinn grunaður um að hafa framið heimilisofbeldi, eignaspjöll og hótanir, með því að hafa farið inn í svefnherbergi foreldra sinna þar sem þeir lágu í rúmi, dregið upp hníf og ógnað þeim með hnífnum og hótað þeim lífláti. Hafi móðir hans farið á salernið og maðurinn sparkað upp hurðinni á salerninu. Þegar maðurinn uppgötvaði að faðir hans hafi hringt á lögreglu hafi hann kastað farsíma í hann með þeim afleiðingum að síminn lenti í gólfi eða vegg og brotnaði. Þann 27. júní er hann grunaður um heimilisofbeldi, hótanir, eignaspjöll og fjársvik, með því að krefja föður sinn um peninga vegna bifreiðaviðskipta og þegar faðir hans neitaði sent honum ítrekaðar líflátshótanir í textaskilaboðum þar sem hann hótaði meðal annars að stinga foreldra sína og kveikja í húsi þeirra. Í kjölfarið farið að heimili foreldra sinna og hótað móður sinni lífláti með þeim afleiðingum að hún flúði heimili sitt. Hafi hann þá byrjað að skemma muni á heimilinu og sent föður sínum skilaboð jafnóðum með myndum af skemmdunum. Hafi hann meðal annars brotið sjónvarp, borð og vegg. Honum var í kjölfarið birt ákvörðun um nálgunarbann gegn foreldrum sínum. Þá er hann grunaður um hafa daginn eftir framið brot gegn nálgunarbanni, heimilisofbeldi og hótanir, með því að hafa komið á heimili foreldra sinna, þrátt fyrir að vera í nálgunarbanni, leitað að hníf og hótað því að stinga menn ef lögreglan kæmi og hótað því að stinga foreldra sína. Talinn líklegur til að brjóta af sér Í niðurstöðum dómara segir að með vísan til framangreinds auk geðmats og fyrri brota séu skilyrði laga um meðferð sakamála um gæsluvarðhald uppfyllt. Líklegt sé að maðurinn brjóti af sér á ný og nauðsynlegt sé að halda honum í gæsluvarðhaldi vegna öryggis fjölskyldu hans og almannahagsmuna. Maðurinn var sem áður segir úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. september næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira