Þær gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí og segja þær jafnast á við að segja sjóndöpru fólki að taka sér gleraugnafrí. Þá segjum við frá tilraunum sem nú standa yfir í Vörðuskóla, þar sem rannsakað er hvað þarf til að koma í veg fyrir myglu. Nemendur tveggja skóla í Reykjavík þurfa að fara annað vegna viðgerða.
Eins fjöllum við um skemmdarverkin sem unnin voru á regnboganum á Skólavörðustíg og samstöðufund Samtakanna 78 með ítölskum hinsegin fjölskyldum. Magnús Hlynur kíkti í réttir, en hann ætlar líka að segja okkur frá manni sem gerði fimmtán þúsund armbeygjur í júlí, og annað eins af hnébeygjum.
Ekki missa af kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö, á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.