Það hefur mikið gengið á síðan Spánn varð heimsmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 1-0 sigur á Englandi í úrslitum. Þegar leikmenn fengu verðlaunagripi sínu þá tók Rubiales um höfuð Jenni Hermoso og gaf henni óumbeðinn koss sem hefur dregið dilk á eftir sér.
Rubiales hefur þvertekið fyrir að gera eitthvað rangt og segir að Hermoso hafi í raun beðið um kossinn. Það er þó ekkert sem bendir til þess og hefur Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA, dæmt Rubiales í 90 daga bann. Þá hefur allt starfslið Spánar, fyrir utan þjálfarann umdeilda Jorge Vilda, sagt af sér vegna málsins.
Nú hefur RFEF beðið forsetann um að stíga til hliðar. Í yfirlýsingu sambandsins segir: „Eftir atburði síðustu daga og hegðunar sem hefur skaðað ímynd spænskrar knattspyrnu þá biðjum við Luis Rubiales að segja samstundis af sér sem forseti RFEF.“
Comunicado oficial de la Comisión de Presidentes Territoriales de la RFEF.
— RFEF (@rfef) August 28, 2023
https://t.co/aSkWOmcvrz pic.twitter.com/oa9xYxUnuA