Með háleit markmið þrátt fyrir mun yngri hóp en á síðustu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 08:31 Patrekur Jóhannesson ræðir við sína menn á síðustu leiktíð. Vísir/Diego Það hafa orðið miklar breytingar á liði Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta fyrir komandi tímabil. Stefnt er að því að byggja upp á ungum og efnilegum Stjörnumönnum. Þetta staðfesti Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, í viðtali við handbolti.is nýverið. Þar fór hann yfir leikmannamál liðsins og sagði að hópur Garðbæinga væri 60-70 prósent uppaldir Stjörnuguttar. „Meðalaldurinn er talsvert lægri, 22 til 23 ár í stað 28 ára í fyrra. Ég er sáttur við þetta og tel það vera eina vitið eins og málum er komið að horfa á þá leikmenn sem fyrir eru í félaginu í bland við nokkra leikmenn sem geta styrkt hópinn,“ sagði Patrekur en nú styttist í að handbolta tímabilið hér á landi fari af stað. Handbolti.is fer einnig farið yfir hverjir eru komnir til Stjörnunnar og hverjir eru farnir. Báðir listar eru nokkuð langir. Komnir Benedikt Marinó Herdísarson, var á láni hjá Fjölni Jón Ásgeir Eyjólfsson, var á láni hjá Fjölni Egill Magnússon frá FH Haukur Guðmundsson frá Aftureldingu Ísak Logi Einarsson frá Val Victor Máni Matthíasson frá StÍF í Færeyjum Farnir/Hættir Ari Sverrir Magnússon í HK Leó Snær Pétursson í Aftureldingu Brynjar Hólm Grétarsson í Þór Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Freyr Stefánsson Björgvin Þór Hólmgeirsson. Gunnar Steinn Jónsson. Jóhann Karl Reynisson. Patrekur segir að Stjarnan hafi þurft að „skera niður og horfa meira inn á við sem mér finnst frábært.“ Hann tók þó fram að liðið ætli sér að vera áfram í fremstu röð og það sé í raun ekki slakara en liðið á síðustu leiktíð þó hópurinn í heild sé yngri. Þurftum við að skera niður og horfa meira inn á við https://t.co/lOQmO7C5WO— @handboltiis (@handboltiis) August 28, 2023 „Maður fer í öll verkefni með alvöru markmið,“ bætir Patrekur við og segir sína drengi hafa æft duglega í sumar. Alls hafi liðið æft 40 sinnum frá 24. júlí síðastliðnu. „Stundum tvisvar á dag og meðal annars æft samhliða kvennaliðinu sem er gott og treystir mjög félagslega þáttinn,“ sagði Patrekur að endingu en viðtalið í heild sinni má finna á vef handbolti.is. Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Sjá meira
Þetta staðfesti Patrekur Jóhannesson, þjálfari liðsins, í viðtali við handbolti.is nýverið. Þar fór hann yfir leikmannamál liðsins og sagði að hópur Garðbæinga væri 60-70 prósent uppaldir Stjörnuguttar. „Meðalaldurinn er talsvert lægri, 22 til 23 ár í stað 28 ára í fyrra. Ég er sáttur við þetta og tel það vera eina vitið eins og málum er komið að horfa á þá leikmenn sem fyrir eru í félaginu í bland við nokkra leikmenn sem geta styrkt hópinn,“ sagði Patrekur en nú styttist í að handbolta tímabilið hér á landi fari af stað. Handbolti.is fer einnig farið yfir hverjir eru komnir til Stjörnunnar og hverjir eru farnir. Báðir listar eru nokkuð langir. Komnir Benedikt Marinó Herdísarson, var á láni hjá Fjölni Jón Ásgeir Eyjólfsson, var á láni hjá Fjölni Egill Magnússon frá FH Haukur Guðmundsson frá Aftureldingu Ísak Logi Einarsson frá Val Victor Máni Matthíasson frá StÍF í Færeyjum Farnir/Hættir Ari Sverrir Magnússon í HK Leó Snær Pétursson í Aftureldingu Brynjar Hólm Grétarsson í Þór Arnar Freyr Arnarsson. Arnór Freyr Stefánsson Björgvin Þór Hólmgeirsson. Gunnar Steinn Jónsson. Jóhann Karl Reynisson. Patrekur segir að Stjarnan hafi þurft að „skera niður og horfa meira inn á við sem mér finnst frábært.“ Hann tók þó fram að liðið ætli sér að vera áfram í fremstu röð og það sé í raun ekki slakara en liðið á síðustu leiktíð þó hópurinn í heild sé yngri. Þurftum við að skera niður og horfa meira inn á við https://t.co/lOQmO7C5WO— @handboltiis (@handboltiis) August 28, 2023 „Maður fer í öll verkefni með alvöru markmið,“ bætir Patrekur við og segir sína drengi hafa æft duglega í sumar. Alls hafi liðið æft 40 sinnum frá 24. júlí síðastliðnu. „Stundum tvisvar á dag og meðal annars æft samhliða kvennaliðinu sem er gott og treystir mjög félagslega þáttinn,“ sagði Patrekur að endingu en viðtalið í heild sinni má finna á vef handbolti.is.
Handbolti Olís-deild karla Stjarnan Mest lesið Með skýr skilaboð til Arons og Gylfa: Hættið á meðan þið getið gert það sjálfir Fótbolti „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Fótbolti Frakkland verður með Íslandi í riðli Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kósovó 1-3 | Aldrei verið á verri stað Fótbolti Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Handbolti Fyrsti El Clásico sigurinn skilaði sér: „Við höfðum alltaf trú“ Sport „Ætla ekki að standa hérna og afsaka neitt“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Fótbolti Gísli Laxdal snýr heim á Skagann Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Fótbolti Fleiri fréttir Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið Sjá meira