Segir orðróm um yfirvofandi skilnað hafa haft miklar afleiðingar Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 07:50 Daníel prins og Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar. Daníel heldur upp á fimmtugsafmæli sitt þann 15. september næstkomandi. EPA Daníel prins segir að þrálátur orðrómur um yfirvofandi skilnað hans og Viktoríu, krónprinsessu Svíþjóðar, hafa haft miklar afleiðingar. „Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016. Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
„Þetta var illgjarnt slúður sem átti ekki við rök að styðjast og við upplifðum á þann veg að hafði miklar afleiðingar,“ segir prinsinn í viðtali við sænska ríkissjónvarpið sem sýnt verður í kvöld í þætti sem gerður er í tilefni af fimmtíu ára afmæli prinsins. Það vakti mikla athygli þegar sænska konungsfjölskyldan sendi frá sér yfirlýsingu í febrúar á síðasta ári þar sem því var hafnað að krónprinsessan og prinsinn hugðust skilja vegna framhjáhalds í sambandinu. Í yfirlýsingunni var tekið fram að þau hafi fundið sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem ákveðnir miðlar hafi dreift slíkum orðrómi um lengri tíma. Daníel prins segir í þættinum að hann sé á því að það hafi verið rétt ákvörðun að bregðast við með því að senda frá sér yfirlýsinguna. „Ég held að það sé ekki nokkur skynsöm manneskja sem trúi þessum orðrómi lengur,“ segir hann í þættinum. Sænskir fjölmiðlar hafa birt brot úr viðtalinu í morgun en þátturinn, „Daníel prins 50 ára“, verður svo sýndur í kvöld þó að hann haldi ekki upp á fimmtugsafmælið fyrr en 15. september næstkomandi. Margareta Thorgren, upplýsingafulltrúi sænsku konungsfjölskyldunnar, sagði í viðtali snemma árs 2022 að sú ákvörðun að svara slíkum orðrómi, sem haldið var á lofti í slúðurmiðlum og á samfélagsmiðlum, væri sannarlega undantekning frá reglunni. Það hafi hins verið ákveðið að bregðast við eftir að hafa átt í samtali við Viktoríu og Daníel og að það hafi verið þeirra ákvörðun að senda frá sér yfirlýsinguna. Hin 46 ára Viktoría og hinn fimmtugi Daníel gengu í hjónaband árið 2010. Þau eiga saman tvö börn, Estelle prinsessu, fædd 2012, og Óskar prins, fæddur 2016.
Svíþjóð Kóngafólk Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira