Stúkan: Ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 11:00 Stúkan fór yfir leik Víkings og Breiðabliks frá A til Ö. Stöð 2 Sport/Hulda Margrét Í síðasta þætti Stúkunnar var farið yfir síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu. Eðlilega fékk stórleikur Víkings og Breiðabliks mikið pláss í þættinum en Blikar létu bíða eftir sér og mættu ekki út á völl fyrr en rétt áður en leikur hófst. „Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Einhver fóru að efast þegar leið á kvöldið hvort leikurinn væri hreinlega að fara fram því ekki skilaði leikskýrsla sér og ekki skiluðu Blikar sér í Víkina fyrr en nokkuð seint. Þeir skiluðu sér þó og komu með seinni skipunum. Komu klárir beint út á völlinn til þess að hita upp,“ sagði Gummi Ben, þáttastjórnandi, um það sem átti sér stað fyrir leik. Hann taldi að Blikar hafi mætt tæpum 20 mínútum fyrir leik. Breiðablik er sem stendur á milli umspilsleikja við Struga frá Norður-Makedóníu en sigurvegari þess einvígis fer í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leik liðanna í N-Makedóníu 1-0 og er því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn á fimmtudags. Gummi Ben velti fyrir sér hvort Blikar hefðu ákveðið að gefa skít í leikinn áður en hann spurði sérfræðinga þáttarins hvernig þeim hefði liðið þarna þegar það var enn tæpur hálftími þangað til flauta átti leikinn á. Klippa: Stúkan: Ætluðu þeir koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða upp á „Það var klárlega einhver leikþáttur í gangi. Ég hélt þeir væru ekki að fara mæta, hélt ég væri að fara upplifa eitthvað svakalegt. Var á báðum áttum hvað mér fannst um þetta en þetta gerði mig extra spenntan fyrir þessum leik. Skal alveg viðurkenna það,“ sagði Albert Brynjar Ingason. „Auðvitað var þetta pínu spennandi og pínu gaman að þessu en eftir á að hyggja finnst mér þetta pínu kjánalegt. Það sem mér finnst verst er að ef maður horfir á heildarmyndina á þessu öllu saman. Hefði frekar mætt með þessa ungu flottu stráka snemma í Víkina, undirbúið sig vel, og gert þetta almennilega fyrir þessa stráka. Ég vorkenndi þeim þegar þeir voru að gera sig klára fyrir framan bekkinn, í miðju vökvunarkerfinu. Finnst þetta pínu gefa skít í þá sem voru að fara taka við af stjörnunum sem sátu upp í stúku,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson en Breiðablik stillti upp heldur ungu byrjunarliði í leiknum í Víkinni. „Ég get sagt samt ykkur það að það er svolítið síðan að ég heyrði að þetta væri í plönum Blika og Óskars (Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks). Fyrir þetta Evrópuævintýri meira að segja, þeir ætluðu að koma með rútu og ætluðu ekki að nýta klefann sem Víkingar bjóða þeim upp á af fyrri reynslu,“ bætti Gummi við og hélt áfram. „Það hafi hvorki verið rafmagn né nokkuð í þeim klefa. Þeir hafi bara ekki viljað lenda í því aftur. Skilst það hafi ekki verið rafmagn þegar þeir mættu í Víkina á síðustu leiktíð,“ sagði Gummi jafnframt en umfjöllun Stúkunnar um leik Víkings og Breiðabliks má sjá og heyra í spilaranum ofar í fréttinni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stúkan Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55 Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35 „Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Blikar létu bíða eftir sér í Víkinni Lið Breiðabliks lét heldur betur bíða eftir sér fyrir leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að hefjast nú klukkan 19:15. Hálftíma fyrir leik hafði ekkert sést til liðs Breiðabliks í Víkinni. 27. ágúst 2023 18:55
Óskar Hrafn skaut fast á Víkinga: Þeir hafa ekki verið í þessari stöðu sem við erum í Óskar Hrafn Þorvaldsson skaut föstum skotum að Víkingum í viðtali fyrir umtalaðan leik liðanna í Bestu deildinni sem nú er í gangi. Blikar mættu í Víkina aðeins tæpum hálftíma áður en leikurinn hófst. 27. ágúst 2023 19:35
„Ég kem úr yngri flokka starfi Breiðabliks og kannaðist við þetta“ Víkingur vann 5-3 sigur gegn Breiðabliki. Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, var ánægður með sigurinn og vandaði sínu uppeldisfélagi ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2023 22:00