Verkefni af þessari stærðargráðu þurfi að vinna með faglegum hætti Helena Rós Sturludóttir skrifar 29. ágúst 2023 13:24 Kolbrún Halldórsdóttir er formaður BHM. BHM Formaður BHM telur mikilvægt að áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri fari fram með faglegum hætti og sé studd með málefnalegum rökum Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fjármálaráðherra boðaði í síðustu viku áform ríkisstjórnarinnar um hagræðingu í ríkisrekstri. Hægt yrði á útgjöldum ríkisins um sautján milljarða króna á árinu 2024 og þar af yrði dregið úr útgjöldum vegna launa um fimm milljarða. Skoða þurfi nýja nálgun Kolbrún Halldórsdóttir, formaður BHM, segir mikilvægt að að verkefni af þessari stærðargráðu verði unnið með faglegum hætti. „Og mögulega skoða nýja nálgun því að oft hefur það gerst að við hagræðingu í ríkisrekstri þá er farið með niðurskurðarhníf á verkefni án þess að það sé fagleg eða málefnaleg rök fyrir hvar er skorið niður,“ segir Kolbrún. Horfa til skuldbindinga Samráð sé vænlegra til árangurs. „Ef að niðurskurður og hagræðing í ríkisrekstri er unnin í breiðu samráði innanvert í stofnunum og í kerfinu þá eru líkur á því að niðurstaðan verði þess eðlis að það verði samstaða um hana,“ segir Kolbrún jafnframt. Horfa þurfti til allra skuldbindinga. „Það eru ákveðnir þættir sem við erum búin að skuldbinda okkur um. Til dæmis varðandi umhverfismál, þar held ég að séu hagræðingartækifæri sem mér finnst mikilvægt að við tökum breitt samtal um,“ segir hún jafnframt. Það sé nýr þáttur sem horfa þurfti til í rekstri. „Ekki eingöngu ríkisrekstri heldur almennum rekstri fyrirtækja og heimila og þarna held ég að geti legið tækifæri,“ segir Kolbrún.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00 Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17 „Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Fagleg nálgun í stað flausturs „Í atvinnulífinu er alla daga leitað leiða til að gera meira með minni tilkostnaði. Það er eðlilegt að hið sama eigi við í opinbera rekstrinum“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann kynnti áherslur sem fram undan eru í rekstri ríkisins. 29. ágúst 2023 07:00
Sparnaðartillögur ríkisstjórnarinnar séu í raun gjaldahækkanir Formaður Miðflokksins segir lítið að frétta í sautján milljarða sparnaðaraðgerðum ríkisstjórnarinnar sem sé nýbúin að auka útgjöld um 193 milljarða. Hann furðar sig á afstöðu fjármálaráðherra til verðbólgu og segir enga ríkisstjórn hafa aukið útgjöld jafn mikið. 25. ágúst 2023 21:17
„Í mínum huga alveg skýrt að ríkisfjármálin eru á réttri leið“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir efnahagsumsvif mikil hér á landi og að fá lönd hafi vaxið hraðar út úr Covid-faraldrinum en Ísland. Aðgerðir ríkistjórnarinnar gegn verðbólgu sem kynntar voru í júní hafi verið nauðsynlegar og skynsamlegar. Í morgun kynnti hann áform ríkisstjórnarinnar um að ráðast í sautján milljarða hagræðingu í rekstri á næsta ári. 25. ágúst 2023 19:11