Unnið hörðum höndum að því að útvega ADHD-undanþágulyf Atli Ísleifsson skrifar 29. ágúst 2023 12:31 Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, segir að gríðarleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins. Auk þess að hafi brigðastýring reynst erfið. Vísir/Vilhelm Lyfjastofnun og lyfjaheildsalar vinna nú hörðum höndum að því að útvega undanþágulyf vegna hins landlæga skorts á ADHD-lyfinu Elvanese Adult. Frá þessu segir á vef Lyfjastofnunar en skortur hefur verið á tveimur styrkleikum lyfsins frá í lok júlí, 30 mg og 50 mg. Elvanse Adult 70 mg er hins vegar enn fáanlegt. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að allt færi úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem séu með ADHD þar sem þeir fengju ekki lyfin sín. Lyfið væri jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði sömuleiðis að gífurleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Væntanleg á næstu vikum Á vef Lyfjastofnunar segir að síðan tilkynning um skortinn barst hafi Lyfjastofnun ásamt lyfjaheildsölum unnið að því að fá birgðir til landsins. Bæði skráð lyf og undanþágulyf séu væntanleg á næstu vikum í einhverjum mæli. Elvanse Adult 30 mg – væntanlegt í byrjun október. Takmarkað magn undanþágulyfs væntanlegt í september. Elvanse Adult 50 mg – væntanlegt í byrjun september. Takmarkað magn undanþágulyfs einnig væntanlegt í september. „Samheitalyfið Volidax var markaðssett í ágúst en birgðir kláruðust fljótt og nýjar birgðir ekki væntanlegar aftur fyrr en í lok október. Lyfjastofnun hvetur þá sem lenda í vanda vegna skortsins að leita til læknis til að fá ráðgjöf varðandi úrræði meðan lyfjasendinganna er beðið,“ segir í tilkynningunni. Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
Frá þessu segir á vef Lyfjastofnunar en skortur hefur verið á tveimur styrkleikum lyfsins frá í lok júlí, 30 mg og 50 mg. Elvanse Adult 70 mg er hins vegar enn fáanlegt. Vilhjálmur Hjálmarsson, formaður ADHD-samtakanna, sagði í samtali við fréttastofu í síðustu viku að allt færi úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem séu með ADHD þar sem þeir fengju ekki lyfin sín. Lyfið væri jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar, sagði sömuleiðis að gífurleg aukning hafi orðið í notkun lyfsins auk þess sem erfitt hafi reynst að birgðastýra því. Væntanleg á næstu vikum Á vef Lyfjastofnunar segir að síðan tilkynning um skortinn barst hafi Lyfjastofnun ásamt lyfjaheildsölum unnið að því að fá birgðir til landsins. Bæði skráð lyf og undanþágulyf séu væntanleg á næstu vikum í einhverjum mæli. Elvanse Adult 30 mg – væntanlegt í byrjun október. Takmarkað magn undanþágulyfs væntanlegt í september. Elvanse Adult 50 mg – væntanlegt í byrjun september. Takmarkað magn undanþágulyfs einnig væntanlegt í september. „Samheitalyfið Volidax var markaðssett í ágúst en birgðir kláruðust fljótt og nýjar birgðir ekki væntanlegar aftur fyrr en í lok október. Lyfjastofnun hvetur þá sem lenda í vanda vegna skortsins að leita til læknis til að fá ráðgjöf varðandi úrræði meðan lyfjasendinganna er beðið,“ segir í tilkynningunni.
Lyf Heilbrigðismál ADHD Tengdar fréttir „Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09 „Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19 Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Sjá meira
„Eins og að segja við manneskju sem notar gleraugu að taka gleraugnafrí“ Konur með ADHD segja ófáanlegt lyf hafa breytt lífi þeirra og gefa lítið fyrir ráðleggingar forstjóra Lyfjastofnunar um að fólk taki sér lyfjafrí. Á föstudaginn greindum við frá því að ADHD lyfið Elvanse í styrkleika þrjátíu og fimmtíu milligrömm væri ófáanlegt og það sama ætti við um samheitalyfið. Þrátt fyrir að skorturinn væri alþjóðlegur hafi hann komið fram fyrr hér á landi en annars staðar. 27. ágúst 2023 19:09
„Að fá lyfið á svörtum markaði er ekkert auðveldara en að fá það í apóteki“ Formaður ADHD samtakanna segir lyfjaskort setja allt úr skorðum hjá þeim einstaklingum sem eru með ADHD og fá ekki lyfin sín. Lyfið sé jafn ófáanlegt á svörtum markaði og í apótekum. 26. ágúst 2023 12:19
Dæmi um að fólk reyni að útvega sér ADHD-lyf á svörtum markaði ADHD lyfið Elvanse hefur verið ófáanlegt hér á landi í rúman mánuð. Dæmi eru um að fólk reyni að útvega lyfið á svörtum markaði. Forstjóri Lyfjastofnunar brýnir fyrir fólki að nota ekki annarra manna lyf. 25. ágúst 2023 17:44