„Hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla“ Aron Guðmundsson skrifar 30. ágúst 2023 23:31 Víkingsmæðgurnar Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdótttir mættu í settið til Helenu Ólafsdóttur. Vísir/Skjáskot Nýjasti þáttur Bestu markanna, þar sem hitað er upp fyrir úrslitakeppnina í Bestu deild kvenna, er kominn í loftið en í þættinum mættu þær Víkings-mæðgur, Elíza Gígja Ómarsdóttir og Hjördís Guðmundsdóttir sem gestir. Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Hjördís er fyrrum leikmaður Víkings og núverandi samskiptastjóri Almannavarna á meðan að Elíza Gígja dóttir hennar er hluti af núverandi liði Víkings Reykjavíkur í fótbolta sem er ríkjandi bikarmeistari og tryggði sér í gær sigur í Lengjudeildinni og um leið sæti í Bestu deildinni að ári. Víkingar tryggðu sér sæti í efstu deild með sigri gegn Fylki í gær þar sem að áhorfendamet var slegið. Elíza hefur þurft að horfa á liðsfélaga sína vinna glæsta sigra á meðan hún er sjálf föst utan vallar.. Klippa: Bestu mörkin: Víkingsmæðgur kíktu í heimsókn „Ég slít krossband í maí í fyrra og því skrítið fyrir mig að vera á hliðarlínunni þegar að þetta er allt að gerast en bara öðruvísi gaman. Ég hef ekkert spilað í sumar en vonandi fæ ég einhverjar mínútur í þessum síðustu tveimur leikjum,“ segir Elíza og segir endurhæfinguna eftir þessi erfiðu meiðsli ganga vel. Hún viðurkennir að það reyni vel á að geta ekki tekið þátt í leikjum liðsins þegar að svona vel gengur. „Eftir undanúrslitin í bikarnum þurfti ég bara að fara í kælingu því ég trúði ekki að þetta væri að gerast og ég horfði niður og sá mig í strigaskóm en ekki takkaskóm. Svo kom úrslitaleikurinn og ég bara í liðsstjóra hlutverkinu að bera töskur og svona, það var mjög absúrd. Ég hef verið í þessu félagi síðan árið 2007 eða eitthvað og hélt ég myndi ekki lifa þann dag að sjá okkur vinna titla. Það virtist aldrei vera raunhæfur möguleiki. Svo er þetta að gerast og maður er í strigaskónum. Þetta er blaut tuska í andlitið en ég kem sterkari til baka.“ Það var fagnað vel og innilega í Víkinni í gær þegar að Bestu deildar sætið var í höfnVísir/Anton Brink Þáttinn má sjá í heild sinni hér fyrir ofan og þar er farið nánar í ævintýri Víkingskvenna í sumar sem og fyrri tíð þegar að Hjördis var sem leikmaður hjá Víkingi. Þá var spáð í spilin fyrir komandi úrslitakeppni Bestu deildarinnar sem hefst á morgun með tveimur leikjum í efri hlutanum. Úrslitakeppni Bestu deildar kvenna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen Fótbolti „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Dagskráin í dag: Tryggir Tindastóll titilinn? Sport Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Handbolti „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Fótbolti Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Handbolti Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari Fótbolti Scheffler tók forystuna fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast