Selma Sól byrjaði leik kvöldsins á bekknum en kom inn þegar tæpur hálftími var til leiksloka og Rosenborg vantaði mark. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma lagði Selma Sól upp jöfnunarmarkið og því þurfti að framlengja.
Þar komst Rosenborg 3-1 yfir áður en liðið slakaði full mikið á og Stabæk jafnaði metin í 3-3. Þá var aftur komið að Selmu Sól en hún lagði upp sigurmarkið á lokamínútu framlengingar og Rosenborg komið í undanúrslit.
Ingibjörg, sem var á dögunum gerð að fyrirliða Vålerenga, var á sínum stað í vörn liðsins þegar það tók á móti Røa í kvöld. Það tók Vålerenga sinn tíma að ganga frá leiknum en tvö mörk með þriggja mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks tryggðu Vålerenga sigurinn, lokatölur 2-0 heimaliðinu í vil.
Ingibjörg spilaði allan leikinn.