Fótbolti

Sveinn Aron orðaður við lið í Þýska­landi

Aron Guðmundsson skrifar
Sveinn Aron í leik með Elfsborg
Sveinn Aron í leik með Elfsborg @IFElfsborg1904

Greint er frá því í þýska miðlinum Bild í dag að þýska B-deildar liðsins Hansa Rostock sé með augun á Sveini Aroni Guð­john­sen, fram­herja Elfs­borg sem situr um þessar mundir á toppi sænsku úr­vals­deildarinnar.

Segir Bild frá því að for­ráða­menn þýska fé­lagsins hafi verið með augun á ís­lenska fram­herjanum yfir lengri tíma og er horft á hann sem full­kominn kandídat til þess að ganga til liðs við leik­manna­hóp fé­lagsins.

Sveinn Aron, sem á að baki 20 A-lands­leiki fyrir Ís­lands hönd, hefur verið á mála hjá Elfs­borg síðan sumarið 2021 en hann gekk til liðs við fé­lagið frá Spezia á Ítalíu.

Þessi 25 ára gamli leik­maður á að baki 69 leiki fyrir aðal­lið Elfs­borg og hefur í þeim leikjum skorað á­tján mörk og gefið tvær stoð­sendingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×