Rannsaka enn hvort þrjótar hafi komist yfir gögn Brimborgar Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 12:28 Egill Jóhannsson er forstjóri Brimborgar. Vísir/Sigurjón Starfsemi bílaumboðsins Brimborgar og tengdra fyrirtækja komst aftur í gang í dag eftir að netárás stöðvaði hana í hátt í tvo sólarhringa. Forstjóri fyrirtækisins segir að tekist hafi að endurheimta öll gögn en sérfræðingar kanni enn hvort að þrjótarnir hafi komist yfir persónuupplýsingar viðskiptavina. Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill. Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Netárásin var gerð aðfararnótt þriðjudags. Allar líkur eru á að hún hafi falist í svonefndri gagnagíslatöku þar sem tölvuþrjótar læsa aðgangi að gögnum og krefjast lausnargjalds fyrir þau, að sögn Egils Jóhannssonar, forstjóra Brimborgar. Brimborg safnar ýmsum gögnum um viðskiptavini sína, þar á meðal kennitölum, póstföngum, símanúmerum og ökuskírteinisnúmerum. Persónuvernd var tilkynnt um árásina. Egill segir að sérfræðingar kanni nú hvort að aðstandendur árásarinnar hafi afrit af gögnunum sem þeir læstu eða ekki. Egill segir að afrit hafi verið til af gögnunum sem þrjótarnir læstu. Tölvukerfið hafi því komist aftur í gagnið í gærkvöldi og í morgun. Símkerfið var enn lokað í morgun en Egill sagði að það ætti að komast í gagnið í kringum hádegið í dag. Mikil áhrif á starfsemina Árásin hafði mikil áhrif á starfsemi Brimborgar og fleiri félaga eins og dekkjaverkstæðisins Max1, dóttufélags hennar, þar á meðal þjónustu á verkstæðum og sölu á varahlutum, í næstum tvo sólarhringa. Bíla- og dekkjasala stöðvaðist og ekki var hægt að taka við bílum á verkstæði. Egill segir þó að hægt hafi verið að sinna neyðarviðgerðum, selja notaða bíla sem auðvelt var að finna og afhenda nýja bíla sem voru þegar seldir. Vonum framar gekk að koma tölvukerfinu og starfseminni aftur í samt horf en Egill segir að það hafi útheimt mikla vinnu starfsmanna og sérfræðinga Syndis og Origo. Það hafi hjálpað mikið að eiga afrit af öllum gögnum. „Við erum bara byrjaðir á fullu að selja og þjónusta,“ sagði Egill í samtali við Vísi skömmu fyrir hádegi. Erfitt er að meta fjárhagslegt tjón fyrirtækisins af árásinni. „Við getum í raun ekkert metið það á þessu stigi. Fullt af þessum verkefnum er frestað. Einhver sem átti bókað á verkstæði kemur þá í dag eða eftir helgina þannig að maður getur í sjálfu sér ekki sagt til um það á þessu stigi,“ segir Egill.
Tölvuárásir Persónuvernd Bílar Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira