Hólmar Örn í bann fyrir „alvarlega grófan og hættulegan leik“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 12:54 Erlingur lá í jörðinni í kjölfar atviksins Hólmar Örn Eyjólfsson, leikmaður Vals, hefur verið úrskurðaður í eins leiks bann en aganefnd KSÍ hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hólmar hafi sýnt af sér „alvarlega grófan og hættulegan leik“ í leik Vals og Víkings Reykjavíkur í Bestu deild karla á dögunum. Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“ Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira
Aga- og úrskurðarnefnd tók fyrir erindi frá Klöru Bjartmarz, framkvæmdastjóra KSÍ vegna atviks sem átti sér stað í umræddum leik en í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál úrskurðar nefndin meðal annars um mál sem framkvæmdastjóri KSÍ beinir til nefndarinnar. Er um að ræða atvik á 11. mínútu leiksins þar sem að Hólmar Örn Eyjólfsson virðist slæma hendi sinni í andlitið á Erlingi. Klippa: Atvikið milli Hólmars og Erlings í leik Vals og Víkings Fyrir aganefndinni lágu fyrir staðfestingar aðaldómara sem og aðstoðardómara hans sem segjast ekki hafa séð umrætt atvik og því ekki brugðist við vegna þess. „Það er mat nefndarinnar, samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 28. ágúst sl. og jafnframt birtist á myndskeiðum sem fylgir greinargerð framkvæmdastjóra og greinargerð Vals, sé alvarlegt agabrot,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Í tilvitnuðu atviki hafi Hólmar Örn, leikmaður Vals, sýnt af sér alvarlega grófan og hættulegan leik. „Er hann slæmir hendi sinni í andlit leikmanns Víkings R. Erlings Agnarssonar. Atvik þetta hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð í leik Vals og Víkings R. í Bestu deild karla.“ Hólmar sé því úrskurðaður í eins leiks bann. Hólmar hafi ýtt Erlingi Fyrir aganefnd lá einnig fyrir skrifleg greinargerð Vals þar sem sagði að Hólmar Örn væri ekki að slá til Erlings. Hann ýti Erlingi frá sér eftir að Erlingur rífur í treyju hans. „Og hangir í honum og truflar Hólmar með ólögmætum hætti í sínum leik.“ Einnig megi sjá að Hólmar hugi strax að Erlingi og taki utan um hann og kanni hvort það sé í lagi með Erling. „Í kjölfarið stendur Erlingur strax upp á nokkra meiðsla. Hólmar, Erlingur og Erlendur dómari taka saman stutt spjall og leik haldið áfram.“
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Sjá meira