Brimborg láti viðskiptavini og starfsmenn vita af öryggisbresti Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2023 15:31 Persónuvernd fékk tilkynningu um netárásina á Brimborg og vill að fyrirtækið láti starfsmenn og viðskiptavini vita af því að persónuupplýsingar þeirra kunni að vera í hættu. Vísir/Vilhelm Persónuvernd hefur sagt bílaumboðinu Brimborg að láta starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækisins vita af því að netárás kunni að hafa ógna öryggi persónuupplýsinga þeirra. Tölvuþrjótar læstu aðgangi að gögnum Brimborgar og kröfðust lausnargjalds. Netárásin átti sér stað aðfararnótt þriðjudag. Fyrirtækið átti afrit af gögnunum og tókst að koma tölvukerfum sínum aftur í gang í gærkvöldi og í morgun, að sögn Egils Jóhannsonar, forstjóra Brimborgar. Hann sagði Vísi í morgun að verið væri að kanna hvort að þrjótarnir hefðu afrit af gögnunum, þar á meðal ýmsum persónuupplýsingum um viðskiptavini. Persónuvernd var tilkynnt um öryggisbrestinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir stofnunin að öryggisbresturinn nái til persónuupplýsinga bæði starfsmanna og viðskiptavina Brimborgar samkvæmt tilkynningunni sem henni barst. „Persónuvernd hefur, fyrr í dag, beint þeim fyrirmælum til Brimborgar að gera skráðum einstaklingum viðvart um öryggisbrestinn,“ segir í svarinu. Þá hefur eftirlitsstofnunin óskað eftir upplýsingum um þær öryggisráðstafanir sem Brimborg viðhafði í aðdraganda öryggisbrestsins og að stofnunin fái frekari upplýsingar um atvikið þegar þær liggja fyrir. Á meðal þeirra persónuupplýsinga sem Brimborg safnar um viðskiptavini eru nöfn, kennitölur, símanúmer, tölvupóstföng og ökuskírteinisnúmer. Persónuvernd Tölvuárásir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Netárásin átti sér stað aðfararnótt þriðjudag. Fyrirtækið átti afrit af gögnunum og tókst að koma tölvukerfum sínum aftur í gang í gærkvöldi og í morgun, að sögn Egils Jóhannsonar, forstjóra Brimborgar. Hann sagði Vísi í morgun að verið væri að kanna hvort að þrjótarnir hefðu afrit af gögnunum, þar á meðal ýmsum persónuupplýsingum um viðskiptavini. Persónuvernd var tilkynnt um öryggisbrestinn. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis segir stofnunin að öryggisbresturinn nái til persónuupplýsinga bæði starfsmanna og viðskiptavina Brimborgar samkvæmt tilkynningunni sem henni barst. „Persónuvernd hefur, fyrr í dag, beint þeim fyrirmælum til Brimborgar að gera skráðum einstaklingum viðvart um öryggisbrestinn,“ segir í svarinu. Þá hefur eftirlitsstofnunin óskað eftir upplýsingum um þær öryggisráðstafanir sem Brimborg viðhafði í aðdraganda öryggisbrestsins og að stofnunin fái frekari upplýsingar um atvikið þegar þær liggja fyrir. Á meðal þeirra persónuupplýsinga sem Brimborg safnar um viðskiptavini eru nöfn, kennitölur, símanúmer, tölvupóstföng og ökuskírteinisnúmer.
Persónuvernd Tölvuárásir Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira